LeitaVinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiDaglegt líf, Menntaskóli, Siður
Ártal1957-1961
Spurningaskrá123 Siðir og daglegt líf í Menntaskólanum á Akureyri

StaðurMenntaskólinn á Akureyri
ByggðaheitiBrekkan
Sveitarfélag 1950Akureyri
Núv. sveitarfélagAkureyrarkaupstaður
SýslaEyjafjarðarsýsla
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Karlkyns / 0

Nánari upplýsingar

Númer2015-3-275
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið30.3.2015/16.4.2015
Stærð10 A4
TækniTölvuskrift
Q1: Á hvaða árum varst þú við nám í MA?

1957-1961

 
Q2: Kyn
  • Karl
 
Q3: Fæðingarár

1942

 
Q4: Námsbraut

máladeild

 
Q5: Hvar átt/áttir þú lögheimili (sveitarfélag) meðan á námi stóð?

á Siglufirði

 
Q6: Hvar bjóst þú á meðan skólaárið stóð yfir?
  • Leiguhúsnæði
 
Q7: Hvers vegna ákvaðst þú að fara í MA?

Foreldrar mínir ákváðu það og svo fóru flestir skólafélagar mínir þangað

 
PAGE 3: Hefðir
Q8: Hverjar eru/voru helstu hefðir í skólanum að þínu mati? Vinsamlegast segðu frá þessum hefðum (heiti, stund, staður, hvað var gert, hverjir sáu um þær t.d.). Hvað veistu um uppruna þessara hefða?

Fjöldasöngur á Sal var iðkaður í miklum mæli - mér fannst þetta eilítið hjákátlegt og við tókum okkur út úr oftast nokkrir strákar og spiluðum brids á meðan orrahríðin stóð yfir. Farið var í Útgarð a. m. k. einu sinni á vetri. Það fannst mér skemmtilegt. Fyrsta apríl fóru nemendur í kröfugöngu að skólanum og heimtuðu léttari próf og hærri einkunnir. Leiksýning var sett upp af nemendum á hverju ári og var mikil stemning fyrir því og var einstaklega skemmtilegt fyrir alla aðila. Gangaslagir voru iðkaðir reglulega sem leiddi oftar en ekki til múgæsingar og skrílsláta og endaði með líkamsmeiðingum og sárindum - náttúrlega rökrétt framhald af fjöldasöngnum.

 
Q9: Tengjast/tengdust einhverjar hefðir eða siðir sérstaklega við heimavist, félög, bekki eða námsbrautir? Ef svo er/var, hvaða?

Einhver mestu fagnaðarlæti sem ég hef orðið vitni að og tekið þátt í á lífsleiðinni brutust út kl. 8 00 á köldum myrkum janúarmorgni þegar skólameistari kom og tilkynnti bekknum að ónefndur kennari sem kenna átti okkur í fyrsta tíma hefði lærbrotnað í hálku og við fengjum því frí. Ég man við í máladeildinni kölluðum þá í stærðfræðideild -STINKARA-. Það rímar jú vel við svarið við spurningunni: Hver er besta getnaðarvörn verkfræðinga? Rétta svarið er auðvitað: Persónuleiki þeirra.

 
Q10: Hvert er/var viðhorf þitt til vígslu nýnema? Telur/taldir þú hana hafa áhrif á einstaka nemendur, nemendahópinn og/eða skólann? Hvaða áhrif, ef svo er/var?

Vígsla nýnema við MA var tiltölulega hófsamleg - þeir voru tolleraðir - annað ekki, og fær skólinn + í dálkinn fyrir þetta þegar maður ber saman ýmislegt sem hefur viðgengist hjá mörgum skólum síðar - yfirgengilegur og mannskemmandi ruddaskapur gagnvart blásaklausum börnum. Og skólastjórum þeirra skóla til ævarandi skammar.

 
PAGE 4: Hversdagslíf
Q11: Er/var ákveðin sæta- eða svæðaskipting í kennslustofum, matsal, heimavist eða annars staðar innan skólans? Eftir hverju fer/fór það, ef svo er/var?

Ég minnist engrar slíkrar skiptingar innan skólans - við sátum þar sem okkur þóknaðist í það og það skiptið. Ég má til með að geta þess að einstaklega vel var staðið að mötuneyti heimavistar MA. Ég borðaði þar öll 4 árin þótt ég leigði úti í bæ. Matráðskona allan þann tíma var Elínbjörg Þorsteinsdóttir úr Hrísey. Blessuð sé minning hennar. Hún gekk okkur öllum í móðurstað og var að mínum dómi langbesti kennarinn og menningarlegasta fyrirmyndin í skólanum, ásamt Þórarni Björnssyni, skólameisaranum sjálfum. Í þessum skrifuðum orðum kemst ég við og minnist hennar með ævarandi þakklæti. Að mínum dómi var blessunarlega lítið um einelti í skólanum þótt aðeins bæri á því í fyrsta bekk að einstaka sláni væri með tilburði í þá átt. Að öllu samanlögðu var samfélag nemenda í MA á þessum tíma með miklum ágætum - við þroskuðum hvert annað í daglegum samskiptum og lærðum hvert af öðru, mér er nær að halda að það hafi verið aðal lærdómurinn sem við öðluðumst í skólanum, haldbetra veganesti en það sem við fengum úr námsbókunum og frá lærifeðrum.

 
Q12: Eru/voru einhver svæði eða rými í skólanum sem nemendur fara/fóru almennt ekki á? En kennarar? Hvaða svæði, ef svo er/var, og hvers vegna?

Við vösluðum ekki inn á kennarastofuna, það heyrði til algerra undantekninga ef við áttum erindi þangað.

 
Q13: Eru/voru einhverjir ákveðnir staðir utan skólans sem nemendur fara/fóru á ásamt kennara á kennslutíma? Hvaða staðir eru/voru þetta, ef svo er/var, hvað var gert og hvenær dags eða skólaárs?

Man ekki til þess, utan Útgarðs sem fyrr er nefnt.

 
Q14: Hafa/höfðu námsbrautir, félög eða aðrir hópar sérstaka ímynd? Hvaða ímynd og um hvaða hópa er/var helst að ræða?

Stinkararnir auðvitað

 
PAGE 5: Hversdagslíf - framhald
Q15: Er/var einhver klæðnaður eftirsóttur af nemendum skólans og/eða einkennandi fyrir þá? Hvaða klæðnaður, ef svo er/var?

Við komum tildyranna eins og við vorum klædd.

 
Q16: Telur þú að MA skeri/hafi skorið sig frá öðrum framhaldsskólum á einhvern hátt? Hvernig þá?

Hef ekki hugmynd. Fyrir utan Æviskrár MA stúdenta í sex bindum frá stofnun skólans og til 1978, sem er einstaklega vel unnið verk Gunnlaugs Haraldssonar, þjóðháttafræðings með fullkomnar upplýsingar um alla sem útskrifast hafa frá skólanum þennan tíma.

 
Q17: Finnst þér að MA eigi/hafi átt meira sameiginlegt með sumum framhaldsskólum fremur en öðrum? Hvaða skólum og hvers vegna?

No komment

 
Q18: Finnst þér að sérstakur andi ríki/hafi ríkt í MA? Hvernig lýsti hann sér, ef svo er/var? Hvað stuðlar/stuðlaði að honum?

MA er náttúrlega ekkert merkilegri skóli en hver annar. Enginn skóli er betri eða verri en fólkið sem þar starfar. Heimavistin og mötuneytið hafa hins vegar alltaf haft nokkra sérstöðu og stuðlað að samheldni og samkennd með skólafélögunum alla tíð.

 
PAGE 6: Munnleg hefð
Q19: Manst þú eftir sögum eða bröndurum sem gengu á milli nemenda, t.d. um skólann, skólahúsin, próf, einkunnagjöf, eldri nemendur, skólameistara, kennara og annað starfsfólk? Viltu segja frá þessu?

Of langt mál

 
Q20: Hvaða gælunöfn eða skammstafanir eru/voru notuð yfir kennslustofur, byggingar, svæði, kennara og annað starfsfólk?

Minnist þess ekki

 
Q21: Segðu frá dularfullum fyrirbærum, þjóðtrú eða hjátrú, sem þekkist/þekktist innan skólans (t.d. varðandi próf, útskrift, húsakynni eða yfirnáttúrulegar verur).

Nei, nei

 
Q22: Hvaða lög og textar eru/voru sérstaklega tengd MA og við hvaða tækifæri eru/voru þau sungin? Skrifaðu niður þá texta sem þú manst eða upphaf þeirra.

Ekki par hrifinn sá sem þetta skrifar

 
PAGE 7: Félagslíf
Q23: Í hverju felst/fólst félagslíf nemenda í megindráttum (helstu félög, skemmtanir, viðburðir t.d.)? Hvað einkennir/einkenndi félagslífið sérstaklega?

Æ, Æ

 
Q24: Hvernig er/var þátttaka í félagslífinu? Eru/voru einhverjir hópar virkari en aðrir? Hverjir, ef svo er/var? Eru/voru einhverjir hópar útilokaðir og/eða kjósa/kusu að taka ekki þátt? Hvaða hópar?

Bla, bla

 
Q25: Gegna/gegndu bekkir mismunandi hlutverkum á vissum skemmtunum og/eða öðrum viðburðum? Hvaða bekkir og um hvaða uppákomur er/var að ræða?

Ekki

 
Q26: Hvaða reglur gilda/giltu um áfengisneyslu?Eru/voru þær virtar (hvers vegna eða hvers vegna ekki)? Hvert er/var viðhorf þitt til þeirra? Hvernig bregðast/brugðust skólayfirvöld við brotum á þessum reglum?

Þetta var allt í gamla stílnum - og þar átti gamli stíllinn við

 
PAGE 8: Félagslíf - framhald
Q27: Eru/voru haldnar skemmtanir í óþökk skólastjórnenda? Hvers konar skemmtanir, ef svo er/var, og hvað kölluðust þær? Hverjir skipuleggja/skipulögðu þessar skemmtanir? Hvar eru/voru þær haldnar og hverjir taka/tóku þátt?

Kaffihúsasetur voru vinsælar og gáfumannafundir

 
Q28: Getur þú sagt frá tilvikum þar sem hópur nemenda hefur óhlýðnast eða brotið reglur skólayfirvalda? Ef svo er, hvað er/var gert, hvenær og afhverju? (Halda söngsal án leyfis, hindra inngöngu eða útgöngu starfsfólks, mæta ekki í kennslustund t.d.).

nei

 
Q29: Eru/voru sérstaklega mikil samskipti og/eða rígur á milli MA og einhvers annars skóla? Hvaða skóla og hvernig lýsir það sér?

Ekkert af þessu

 
PAGE 9: Eftir útskrift
Q30: Hvernig upplifðir þú að útskrifast og/eða yfirgefa skólann?

Guðsfeginn að losna frá prófunum sem voru satt að segja heilmikil pynting, eins og öll próf eru - ómanneskjuleg og heimskuleg.

 
Q31: Átt þú einhverja minjagripi frá veru þinni í skólanum? Hvaða gripi? Hvaða merkingu hafa þessir gripir fyrir þig?

Hringur með uglu er bara nokkuð kúl

 
Q32: Hefur þú mætt á Júbileringu eða aðrar samkomur útskrifaðra MA-inga? Hvers vegna hefur þú farið eða ekki farið? Getur þú lýst slíkum samkomum?

Alltaf heilmikið húllumhæ og gaman að hitta blessað fólkið sem maður lærði svo mikið af og er svo hlýtt til. Er alltaf mættur með opinn faðminn.

 
Q33: Finnst þér þú vera hluti af hóp sem MA-ingur? Í hverju felst það, ef svo er? Finnur þú til samkenndar þegar þú hittir aðra MA-inga? Getur þú sagt frá þessu?

hef svarað þessu

 
PAGE 10: Eftir útskrift - framhald
Q34: Hversu áhugasöm/-samur ert þú um samnemendur þína og afdrif þeirra og MA eftir að skólavist lauk? En um skólameistara, kennara og annað starfsfólk? Viltu segja frá þessu?

Æviskrár MA stúdenta III bindi er alltaf við höfðalagið

 
Q35: Er eitthvað annað sem þú vilt segja frá eða koma á framfæri? (Árshátíð, Skuggi, hrindingar, busun, dimmissio, gleðidagar, keppnir, málfundir, táknmyndir skólans, embætti og titlar nemendat.d.)

hef svarað þessu

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 4 milljónir mynda, um 300 þúsund muni og tæpar 25 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 40 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.