LeitaVinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiDaglegt líf, Menntaskóli, Siður
Ártal2007-2011
Spurningaskrá123 Siðir og daglegt líf í Menntaskólanum á Akureyri

StaðurMenntaskólinn á Akureyri
ByggðaheitiBrekkan
Sveitarfélag 1950Akureyri
Núv. sveitarfélagAkureyrarkaupstaður
SýslaEyjafjarðarsýsla
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Karlkyns / 0

Nánari upplýsingar

Númer2015-3-274
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið30.3.2015/16.4.2015
Stærð10 A4
TækniTölvuskrift
Q1: Á hvaða árum varst þú við nám í MA?

2007-2011

 
Q2: Kyn
  • Karl
 
Q3: Fæðingarár

1991

 
Q4: Námsbraut

Félagsfræðibraut

 
Q5: Hvar átt/áttir þú lögheimili (sveitarfélag) meðan á námi stóð?

Akureyri

 
Q6: Hvar bjóst þú á meðan skólaárið stóð yfir?
  • Heimahús
 
Q7: Hvers vegna ákvaðst þú að fara í MA?

Áhugi minn lá aldrei í verknámi eins og Vma gerði aðallega. Einnig vildi ég vera í bekkjarkerfi. Svo heyrði maður af hefðunum eins og júbileringunum og árshátíðunum.

 
PAGE 3: Hefðir
Q8: Hverjar eru/voru helstu hefðir í skólanum að þínu mati? Vinsamlegast segðu frá þessum hefðum (heiti, stund, staður, hvað var gert, hverjir sáu um þær t.d.). Hvað veistu um uppruna þessara hefða?

Árshátíðin, allir fjórða árs nema í íslenska þjóðbúningnum í byrjun Desember. Nemendastjórn sér um skipulagningu. Gömlu dansarnir, atriði frá nemendum sem buðu upp á söng og dans. Ofan í það allt vímefnalaust sem ekki allir geta stært sig af. Dimmitering; kveðja alla kennara rétt fyrir útskrift. Búningar, hestvagnar, morgunkaffi með kennurunum. Einn skemmtilegasti dagur ársins. Útskrift: Öll þessi útskriftarhelgi, veislan um kvöldið, dansarnir og söngvarnir um kvöldið í miðbænum. Júbilering fyrir útskrifaða nemendur daginn eftir. Helgi sem hleypir lífi í Akureyri og gefur gömlum félögum tækifæri á að hittast aftur. Veit lítið sem ekkert um uppruna hefðanna en það tekur ekkert frá því hvað þær eru sérstakar og yndislegar. Útskriftarferðin. Þjappaði öllum saman og bauð upp á að allur hópurinn tengdist áður en seinasta árið fór fram. Söngsalir voru alltaf viðburðir, labba, syngja og biðja skólameistara um þá. Keppni milli árganga og fleira.

 
Q9: Tengjast/tengdust einhverjar hefðir eða siðir sérstaklega við heimavist, félög, bekki eða námsbrautir? Ef svo er/var, hvaða?

Allar þessar hefðir tengdust öllum skólanum, það var ekkert eitt tengt einni braut frekar en hinni.

 
Q10: Hvert er/var viðhorf þitt til vígslu nýnema? Telur/taldir þú hana hafa áhrif á einstaka nemendur, nemendahópinn og/eða skólann? Hvaða áhrif, ef svo er/var?

Eins feiminn og ég var í nýnemavígslunni var þetta upplifun. Jafvel þrátt fyrir að 2 dagar væru teknir í það að vera pínu "leiðinlegir" þá var þetta liður í því að bjóða nýja nema inn í skólann ong þjappaði hópnum á ákveðinn hátt saman. Bjó líka til smá keppni á milli bekkja og bjó til tengsl á milli busa og böðla.

 
PAGE 4: Hversdagslíf
Q11: Er/var ákveðin sæta- eða svæðaskipting í kennslustofum, matsal, heimavist eða annars staðar innan skólans? Eftir hverju fer/fór það, ef svo er/var?

Svæðaskiptin í kvosinni fór oftast eftir árum. Annars var þannig séð engin sérstök skipting sem ég veit um.

 
Q12: Eru/voru einhver svæði eða rými í skólanum sem nemendur fara/fóru almennt ekki á? En kennarar? Hvaða svæði, ef svo er/var, og hvers vegna?

Ekki svo ég muni eftir.

 
Q13: Eru/voru einhverjir ákveðnir staðir utan skólans sem nemendur fara/fóru á ásamt kennara á kennslutíma? Hvaða staðir eru/voru þetta, ef svo er/var, hvað var gert og hvenær dags eða skólaárs?

Kannski kaffihús sem kennarar fóru á með umsjónarkennara. Var það gert til að brjóta aðeins upp á skólalífið og að nemendur gætu hitt kennara utan skólastofunnar.

 
Q14: Hafa/höfðu námsbrautir, félög eða aðrir hópar sérstaka ímynd? Hvaða ímynd og um hvaða hópa er/var helst að ræða?

Félagsfræðibraut: Tappa og skinku brautin, klippa og líma brautin. Náttúrufræðibraut: "nördabrautin"

 
PAGE 5: Hversdagslíf - framhald
Q15: Er/var einhver klæðnaður eftirsóttur af nemendum skólans og/eða einkennandi fyrir þá? Hvaða klæðnaður, ef svo er/var?

Eins og alltaf koma einhver föt eða tíska inn allsstaðar. Timbaland eða converse skór var það sem ég man mest eftir.

 
Q16: Telur þú að MA skeri/hafi skorið sig frá öðrum framhaldsskólum á einhvern hátt? Hvernig þá?

Bekkjakerfið, vímulausir hittingar eins og árshátíðin. Júbileringin.

 
Q17: Finnst þér að MA eigi/hafi átt meira sameiginlegt með sumum framhaldsskólum fremur en öðrum? Hvaða skólum og hvers vegna?

Menntaskólinn í Reykjavík, uppbyggingin lík, báðir skólar með gamalt skólahús sem notað er ásamt nýrri viðbyggingum.

 
Q18: Finnst þér að sérstakur andi ríki/hafi ríkt í MA? Hvernig lýsti hann sér, ef svo er/var? Hvað stuðlar/stuðlaði að honum?

Alveg klárlega, hann var heimilislegur, persónulegur og skemmtilegur. Kennarar sem margir hverjir voru gamlir nemendur og góð samskipti nemendastjórnar við skólayfirvöld hafa án alls vafa stuðlað að þessum anda. MA var annað heimili manns.

 
PAGE 6: Munnleg hefð
Q19: Manst þú eftir sögum eða bröndurum sem gengu á milli nemenda, t.d. um skólann, skólahúsin, próf, einkunnagjöf, eldri nemendur, skólameistara, kennara og annað starfsfólk? Viltu segja frá þessu?

Ekkert sérstakt sem ég man eftir

 
Q20: Hvaða gælunöfn eða skammstafanir eru/voru notuð yfir kennslustofur, byggingar, svæði, kennara og annað starfsfólk?

Ekkert sem ég man eftir.

 
Q21: Segðu frá dularfullum fyrirbærum, þjóðtrú eða hjátrú, sem þekkist/þekktist innan skólans (t.d. varðandi próf, útskrift, húsakynni eða yfirnáttúrulegar verur).

Gamla skólahúsið var ávallt pínu drunga og draugalegt, ískrið í gólfinu og stigunum var einkennandi.

 
Q22: Hvaða lög og textar eru/voru sérstaklega tengd MA og við hvaða tækifæri eru/voru þau sungin? Skrifaðu niður þá texta sem þú manst eða upphaf þeirra.

Gaudeamus igitur. Hesta jói sem var harður karl af sér. Heimaleikfimi er heilsubót, hressir mann upp. Nýnemum voru kennd þessi lög og þau sungin á söngsölum og árshátíðum.

 
PAGE 7: Félagslíf
Q23: Í hverju felst/fólst félagslíf nemenda í megindráttum (helstu félög, skemmtanir, viðburðir t.d.)? Hvað einkennir/einkenndi félagslífið sérstaklega?

Helstu félög voru Huginn, Príma, LMA og mörg minni félög sem skutu upp kollinum af og til eins og mynbandaráð og fleiri. kvöldvökur, árshátíð.

 
Q24: Hvernig er/var þátttaka í félagslífinu? Eru/voru einhverjir hópar virkari en aðrir? Hverjir, ef svo er/var? Eru/voru einhverjir hópar útilokaðir og/eða kjósa/kusu að taka ekki þátt? Hvaða hópar?

Fyrir mitt leyti var félagslífið mikilvægur þáttur en ég veit ekki um einhverja sérstaka hópa semtóku ekki þátt, það hefur líklega verið út af því að þeir samsömuðu sig ekki því sem var í gangi.

 
Q25: Gegna/gegndu bekkir mismunandi hlutverkum á vissum skemmtunum og/eða öðrum viðburðum? Hvaða bekkir og um hvaða uppákomur er/var að ræða?
Respondent skipped this question
 
Q26: Hvaða reglur gilda/giltu um áfengisneyslu?Eru/voru þær virtar (hvers vegna eða hvers vegna ekki)? Hvert er/var viðhorf þitt til þeirra? Hvernig bregðast/brugðust skólayfirvöld við brotum á þessum reglum?

Bannað á skólaviðburðum, nema útskrift. Fólk gegndi þessum reglum eftir minni kunnáttu. Frábært að koma ungu fólki á sama stað og ekkert áfengisvesen er á þeim. Ef reglur voru brotnar var fólki vísað úr skóla (heyrði reyndar aldrei um nein dæmi)

 
PAGE 8: Félagslíf - framhald
Q27: Eru/voru haldnar skemmtanir í óþökk skólastjórnenda? Hvers konar skemmtanir, ef svo er/var, og hvað kölluðust þær? Hverjir skipuleggja/skipulögðu þessar skemmtanir? Hvar eru/voru þær haldnar og hverjir taka/tóku þátt?

Árshátíð félagsfræðinema, vanalega ekki í bænum þar sem allir a félagsfræðibraut hittust og gerðu ser góðan dag. Bekkir á fjórða ári félagsfræðibrautar skipulögðu þá. Busapartý, ekkert sérstaklega vel séð af foreldrum, kennurum og skólayfirvöldum þar sem krakkar undir lögaldri gátu komist auðveldlega í áfengi.

 
Q28: Getur þú sagt frá tilvikum þar sem hópur nemenda hefur óhlýðnast eða brotið reglur skólayfirvalda? Ef svo er, hvað er/var gert, hvenær og afhverju? (Halda söngsal án leyfis, hindra inngöngu eða útgöngu starfsfólks, mæta ekki í kennslustund t.d.).

Ekki svo að ég muni.

 
Q29: Eru/voru sérstaklega mikil samskipti og/eða rígur á milli MA og einhvers annars skóla? Hvaða skóla og hvernig lýsir það sér?

Gamli góði MA á móti VMA rígurinn. Held að sá rígur hafi farið minnkandi þar sem VMA er jafn góður skóli á annan hátt og MA er góður skóli. En fólk í VMA var almennt talið vitlausara og menn voru ekki mikið að láta sjá sig á skólalóð vma.

 
PAGE 9: Eftir útskrift
Q30: Hvernig upplifðir þú að útskrifast og/eða yfirgefa skólann?

Mjög blendnar tilfinningar. Einhver bestu ár lífs manns þar sem maður kynntist fólki sem maður mun þekkja allt sitt líf. Óvissan með hvað maður myndi gera eftir skólann og fleira.

 
Q31: Átt þú einhverja minjagripi frá veru þinni í skólanum? Hvaða gripi? Hvaða merkingu hafa þessir gripir fyrir þig?

Peysur, skólaspjöld, myndir, einkunnaspjaldið, karmínan. Oft þegar maður lítur til baka sér maður hversu skemmtilegur þessi tími var og vildi helst gera það allt upp á nýtt.

 
Q32: Hefur þú mætt á Júbileringu eða aðrar samkomur útskrifaðra MA-inga? Hvers vegna hefur þú farið eða ekki farið? Getur þú lýst slíkum samkomum?

Já og í einu orði frábærar. Allir þessir árgangar að safnast saman, hvítu kollarnir fá að hverfa og svörtu kollarnir birtast.

 
Q33: Finnst þér þú vera hluti af hóp sem MA-ingur? Í hverju felst það, ef svo er? Finnur þú til samkenndar þegar þú hittir aðra MA-inga? Getur þú sagt frá þessu?

Já algerlega. Gamli bekkurinn manns, maður er hluti af stærri heild.

 
PAGE 10: Eftir útskrift - framhald
Q34: Hversu áhugasöm/-samur ert þú um samnemendur þína og afdrif þeirra og MA eftir að skólavist lauk? En um skólameistara, kennara og annað starfsfólk? Viltu segja frá þessu?

Facebook hjálpar manni að standa skil á sínum samnemendum og þeim nemendum sem komu á eftir manni.

 
Q35: Er eitthvað annað sem þú vilt segja frá eða koma á framfæri? (Árshátíð, Skuggi, hrindingar, busun, dimmissio, gleðidagar, keppnir, málfundir, táknmyndir skólans, embætti og titlar nemendat.d.)
Respondent skipped this question     

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 4 milljónir mynda, um 300 þúsund muni og tæpar 25 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 40 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.