LeitaVinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiAmma, Endurminning
Ártal1981-2000
Spurningaskrá121 Frásagnir um ömmur

ByggðaheitiÞingeyri
Sveitarfélag 1950Þingeyrarhreppur
Núv. sveitarfélagÍsafjarðarbær
SýslaV-Ísafjarðarsýsla
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Karlkyns / 1981

Nánari upplýsingar

Númer2015-1-77
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið9.3.2015/19.5.2015
Stærð11 A4
TækniTölvuskrift

Viðtal Ólafar Magnúsdóttur við (..1..)

 

Ó: Ég heiti Ólöf Magnúsdóttir, í dag er fimmti maí árið 2015 og ég er að taka viðtal í tengslum við verkefnið: Frásagnir af ömmu, sem er í tilefni í hundrað ára afmæli kosingaréttar. Má ég biðja þig um að kynna þig og segja frá ömmu þinni.

 

A: Já,  ég heiti (..2..) og ætla að segja þér frá ömmu minni sem hét Karitas Jónsdóttir, oftast kölluð Dæja. Hún bjó á Þingeyri þegar ég kynntist henni og bjó í sama húsi, alltaf. Ég held að hún hafi fæðst á bæ sem heitir Óspakstaðarsel og er á Holtavörðuheiði. Ég er ekki alveg viss en þar bjó hún fyrstu ár æfi sinnar. Og pabbi hennar var landpósturinn og fór þarna um sveitir með póstinn. Ég man ekki alveg hvort hún flutti beint vestur þaðan en hún flutti allavega vestur, já á vestfirðina, seinna, seinna og ólst það upp. Og þar semsagt ólst hún upp á Múla við Dýrafjörð. Kynntist væntanlega afa mínum þar í sveitinni, hann var frá Kjaranstöðum í Dýrafirði. Þau bjuggu saman á Kjaranstöðum þar sem að móðir mín fæddist og ólst upp fram á unglingsaldur. Þegar þau fluttust saman inn á Þingeyri eða út á Þingeyri á Brekkugötu 54.  Ég, fyrstu ár æfi minnar þá bjó ég einmitt á Brekkugötu 54 í kjallaranum.

Mínar fyrstu minningar um ömmu mína voru og eru held ég þegar ég bjó á Þingeyri, þá var amma að vinna í frystihúsinu og keyrði heiman frá sér á Subaru Justy, held að hún hafi verið á honum líka þá, hún svona fór sjaldnast upp fyrir fyrsta gír. Hún keyrði í fyrsta gír heiman frá sér niður á frystihús, þangað sem hún var að vinna. Þá bjó ég í raðhúsum við Vallargötu sem er bara við hliðina á frystihúsinu, ég man eftir því að sjá ömmu koma keyrandi og koma í frystihúsið. En svo flutti ég í burtu frá Þingeyri þegar ég var fimm að verða sex, áður en ég fór í skóla og ég held að sé ekki að bulla þegar að ég segi að ég hafi komið á hverju ári til hennar á Þingeyri, langt fram á unglingsaldur og fram yfir það. Það voru kannski eitt og eitt ár sem fór, eða féllu upp yfir ef maður skyldi orða það þannig. Þannig að ég sem krakki fór ég öll sumur, eða var sendur öll sumur, ég veit ekki hvernig skal orða það. Þar sem ég var næstum allt sumarið og var nokkuð frjáls þar að leika mér að valsa inn og út á Brekkugötunni.

Já amma var mikil handavinnukona og þegar ég var yngri þá var hún meira í því, þá var hún að brenna styttur, hún fékk óunnar stytturnar sendar til sín og þar sem að maður þurfti að skrapa af brúnirnar til að sjæna til stytturnar svo þurfti maður að mála þær, bara í þeim lit sem manni langaði til og síðan lakka þær og að lokum voru þær brenndar í svona keramikpotti, eða keramikbrensluofni. Það var mikið sport að gera það og hún gerði mikið af því og seldi í gegnum hanndyrðar, hannyrðafélag, ég held að það heiti það og það var einhverskonar klúbbur líka, hef heyrt það frá jafnöldrum mínum á Þingeyri að mömmur þeirra fóru líka til ömmu að vinna styttur þar sem hún seldi þeim styttur og aðgang að ofninum til þess að búa til  sínar styttur. Hún átti svona, hún prjónaði líka rosalega mikið, vettlinga, húfur og lopapeysur og átti einnig prjónavél sem hún prjónaði t.d ullarvesti á ungabörn t.d. og ég veit ekki, líklega prjónað einhverja vettlinga og ýmislegt með þessari prjónavél. Ég veit það ekki alveg af því að ég er ekki svona prjónakall. En hún prjónaði og ég held að hún hafi prjónað öll kvöld sem ég var hjá henni og þá settist hún í stólinn sinn við stóra gluggann í stofunni og prjónaði, alltaf að prjóna eitthvað. Hún prjónaði helling á mig, fingravettlinga og gerði við þá.

Já svo var hún mikil, hvað skyldi maður segja, garðyrkjukona, hún gerði semsagt, öll sumur var hún bara alla daga í garðinu að skoða og rækta þannig garðinn sinn, sem var náttúrulega himneskur á sumrin, mikið líf í honum, fjölbreyttar plöntur sem hún ræktaði í garðinum. Svo var hún með kartöflugarð og jarðaberjaplöntur efst í garðinum hjá sér og svo einu sinni þá fékk hún gróðurhús í garðinn hjá sér þar sem hún var að byrja að rækta blóm og annað áður en hún færði það út í garðinn og væntanlega einhverjar jarðaberjaplöntur og eitthvað svoleiðis. Þetta gróðurhús fauk einu sinni í heilu lagi, ég held að það hafi meira að segja tekist að setja það niður aftur og einungis þurft að gera við nokkra glugga en svo fauk það aftur eða fékk snjóþyngsl á sig og brotnaði allt í spað og skemmdist og þá var það bara rifið.

 

Ó: Manstu hvaða ár amma þín var fædd og hvenær?

 

A: Ég er ekki viss, það var einhvertíman 1900, gæti verið 1930 eða ´31, líklega ´31, já líklega 1931. 19. ágúst, hún var ljón eins og ég. Já ég held það að við höfum alltaf átt mjög gott samband, um já hún er fædd 1931, ok. Svo var hún líka alltaf að bera út blöð, hún bar út Dagblaðið og Morgunnblaðið og þegar ég var á sumrin hjá henni þá hjálpaði ég með það en til að byrja með þá keyrði hún um og ég hljóp út úr bílnum með blöðin í lúgurnar sem hún benti, Dagblaðið og Moggann til skiptis eða bæði í einu. Svo þegar ég varð eldri þá fór ég að fara bara einn, fór með öll blöðin í húsin alveg hægri vinstri og rukka og allt, það var helvíti gaman, að geta hjálpað henni þannig. Og á sama tíma var hún að vinna á Skýlinu á Þingeyri sem var elliheimili eða þar var elliheimilið en núna er komið voða fínt elliheimili en þarna var skýlið gamla, það sem að sjúkr, hvað heitir það Hjúkrunnarheimili? Það var ekkert sjúkrahús á Þingeyri.

 

Ó: Heilsugæsla?

 

A: það var sjúkraskýli, þaðan kemur orðið Skýli og húsið alltaf kallað Skýlið og allt húsið var semsagt sjúkraskýlið og síðan varð efrihæðin að elliheimili og en það er breytt í dag, komið stórt og fínt elliheimili og svo var hjúkrunaraðstaða í hluta af því og Skýlið er orðið að gistiheimili og hún vann þar lengi.

 

Ó: Manstu hvort hún átti systkini og hvað hún átti  af börnum?

 

A: Já. já. Hún átti systkini og ég veit bara að hún átti bróður sem bjó á Húsavík og hét Sverrir og við fórum í heimsókn þangað með henni. Hún átti systur sem bjó hér á höfuðborgarsvæðinu og var kölluð Jóka frænka en hét Jóhanna Guðrún og ég man ekki hvort það voru einhverjir fleiri, ég held að það hafi verið eitt systkini í viðbót. Já, en hún átti börn já, hún átti móður mína, Ósk.  Elsta barnið er Ragnar, Ragnar Kjaran svo er það Hanna Laufey og var það einn sem hét, Jón Hjalti en hann er látinn, síðan kom Ósk, móðir mín, Friðfinnur Kjarna , nei nei hann er ekki Kjaran, hann er bara Friðfinnur og síðan er Þröstur og hann er Þröstur Kjaran en það er önnur saga að segja frá því og svo átti hún eina stelpu í viðbót sem að hét Hugrún, Hugrún sem hefði verið yngst og svo átti hún eina sem hét Jóhanna og ég held að hún hafi verið númer tvö, ég held að hún hafi komið á eftir Ragnari frekar en á undan, ég er ekki viss. Þær dóu mjög ungar.

 

Ó: Markaði það spor í ömmu þinni eða?

 

A: Já ég held það, allaveg síðara, hjá Hugrúnu ég held að hún hafi alltaf hugsað um það þó hún hafi aldrei talað um það. Þá held ég að hún hafi hugsað mikið um það, að henni hafi fundist það vera óþarfi hvernig það fór en hún varð lasin og dó út frá því. Ég veit það ekki. [Hugsar sig lengi um]

 

Ó: Voru þau bændur á Kjaranstöðum?

 

A: Já, þau voru það, þegar þau bjuggu þar þá voru þau bændur þar. Held að allavega undir það síðasta hafi afi verið farinn að vera svolítið mikið í burtu til að leggja vegi og vinna frá bænum þannig að mikil vinna hafi lent á ömmu, aukalega, ofan á það að ala upp börnin að sjá fyrir því og sjá fyrir mat þá hafi eitthvað af sveitastörfunum, eða meirihlutinn lent á henni. Sem að er svo eða orsakar það að þau hafa hætt í búskap og fóru inn á Þingeyri eða út á Þingeyri.

 

Ó: Talaði amma þín einhvertíman um jafnréttistmál eða stjórnmál?

 

A: Ekki svo ég muni eftir, ekki svo ég muni eftir en ég heyrði af því síðar að hún hafi verið í kvennfélagi og verið einhver drifkraftur í einhverjum svoleiðs störfum fyrir sveitafélagið og fyrir kvennmenn á svæðinu, þegar hún var yngri og meiri kraftur í henni en þegar ég kynnist  henni.

 

Ó: Sinnt einhverjum svona trúnaðarmannaskyldum?

 

A: Já eitthvað svoleiðis. Eða ég kann ekki að segja skil á því, hvernig sem það var allt saman.

 

Ó: En, þú sagðir áðan að þið hefðuð átt gott skap saman en hvernig voru samskiptin ykkar á milli þegar þú varst að fara til hennar einn?

 

A: Þau voru bara svona nokkuð frjáls, ég fékk bara að gera nokkurn vegin það sem ég vildi og pannta þann mat sem ég vildi fá í matinn, hvort  sem það var morgunnmatur eða kvöldmatur.

 

Ó: Hvað varstu að panta hjá henni?

 

A: Það var nú, kókópöffs eða Cherios í morgunmat svo hún passaði sig alltaf að eiga svoleiðis þegar ég var að koma og svo var svona hitt og þetta sem var gott að borða, sko. En ég af því að ég var þarna oft á sumrin í kringum afmælið mitt sem er þarna 11. ágúst

 

Ó: Þið hafið átt afmæli á svipuðum tíma.

 

A: Já hún átti afmæli þarna 19. águst og ég 11. Þannig að þá pantaði ég nú stundum pizzu og eitthvað og hún bakaði þá pizzu já eða reyndi. Hún var ekki viss um hvað það var fyrst. Hún reyndi nú alltaf að uppfilla þær óskir ef það voru einhverjar óskir. Annars var ég bara úti að leika mér og kom svo bara og borðarið eða ekki.  En, en já ég held það, ég veit ekki hvað skal segja.

 

Ó: Manstu eftir einhverjum skemmtilegum atvikum?

 

A: Bara á Þingeyri?

 

Ó: Já bara ykkar a milli. Einhverjar skemmtilegar sögur af ömmu þinni eða?

 

A: Sko, það er nú fullt af sögum held ég, man eftir einni svona nýlegri eða nýlegri þar sem að hún vildi nú alltaf gera allt sjálf. Mjög þrjósk kona og hún var vön að gera allt sjálf. En hún var búin að slasa sig eitthvað og hún var búin að vera eitthvað að jafna sig á því en svo voru einhverjir gestir að koma og þá voru ekki nægilega mikið af rúmum á efrihæðinni í herbergjunum, sem gestirnir voru vanir að nota. Hver fjölskylda var með sitt herbergi. Svona uppröðunin var í nokkuð föstum skorðum, ef þessi var að koma eða þessi var að koma. Og þá vantaði eitthvað rúm svo hún fór bara og náði sér í rúm, rúmbedda á neðrihæðina og setti hann á axlinar á sér og bar hann upp á efri hæðina, eins síns liðs og hún gat varla gengið á þessum tíma. Hún hafði oft gert þetta og einhvern vegin, alltaf rumpað þessu af en á þessum tíma var hún nýbúin að vera, hvort að mjöðmin á henni hafi ekki verið nýbúin að brotna þegar hún var að vinna í garðinum og braut á sér mjöðmina og þurfti að liggja fyrir einhvern tíma og var bara orðin mjög slæm. Ég veit ekki hvað hún hefur verið gömul þarna, sjötíu og eitthvað og  þá fór hún í það að bera upp bedda á milli hæða.

 

Ó: Komu margir gestir til hennar?

 

A: Til hennar? Já, í hollum.

 

Ó: Já, segðu mér frá því.

 

A: Þegar farið var vestur í kringum páska og í krinum sumrin og  svona þá flykktust öll börnin hennar og mamma og barnabörnin, vestur svo húsið fylltist af fólki oft á sama tíma en þess á  milli þá voru engvir. Hún talað svolítið um það undir lokin að það kæmu alltaf, það væri aldrei neinn þarna nema bara stundum og þá væru allir  og það væri kannski stundum full mikið í einu, fannst henni allavega. En já  það komu alltaf allir þarna og fylltu húsið. Mikið líf á þeim tíma og  hún átti stærðarinnar einbýlishús á tveimur hæðum. Stútfullt af fólki og það var bara þannig alltaf held ég. Normið.

 

Ó: Þú talaðir áðan um að þið hefðuð farið í ferðalag. Ferðaðist hún mikið.

 

A: Nei það gerði hún ekki, ekki á meðan ég þekkti hana. En mamma tók hana með sér í ferðaleg til Húsavíkur í heimsókn til bróður síns, það var svaka ferðalag. Hún var keyrð eða það var farið með hana þangað og henni fannst það mjög gaman. Hún var stundum, henni langaði ábyggilega að ferðast en hún vildi held ég ekki vera að láta neinn standa í því  svo hún var stundum tekin og fara með hana eitthvað. Hún fór t.d. mjög sjaldan eða eins sjaldan og hún gat, suður í bæinn. Hún vildi líka meina það að hún yrði alltaf lasin þegar hún kom í bæinn, sem var raunin. Hún var alltaf lasin þegar hún kom í bæinn. Það var alveg rétt hjá henni, allavega man ég eftir einu skipti þegar hún var lögð inn á spítala, bara alveg fárveik þannig að hún, eftir það fór hún held ég aldrei suður. Þannig að hún var ekki mikið fyrir það að ferðast. Ég man eftir öðru ferðalagi þegar við fórum á Snæfellsnesið þá kom hún með mömmu, var farið með hana.

 

Ó: Þegar þú varst hjá henni fyrir vestan á sumrin brölluðu þið eitthvað, saman? Eða komst þú þér  einhvern tíman í vandræði?

 

A: Ég kom mér aldrei í vandræði [ glottir] Jú kannski, við brölluðum nú ekkert mikið saman, hún var alltaf í vinnunni og ég alltaf einhverstaðar upptekin. Við fórum nú alltaf eitthvað i fjörurnar að skoða,  eða eitthvað en.  Nei, man ekki eftir neinu því, að við höfum brallað eitthvað saman.

 

Ó: Finnst þér hún hafa verið áhrifavaldur í lífi þínu?

 

A: Já, allavegana það að fara þangað og vera hjá henni það hérna var mikið sem að hvarf eða fór þegar hún fór og ég er búin að vera svolítið mikill flakkari og búið út um allt og einhvern vegin ekki skoðið niður rótum nein staðar fyrr en kannski núna en eins og ég sagði einhvern tíman áðan þá fór ég öll sumur í þetta hús og gerði eitthvað og mér bara fattaði, mér finnst og ég fattaði ekki fyrr en hún dó hvað mér fannst þetta hús vera eiginlega einhvers konar heimili mitt.

 

Ó: mmm

 

A: Eða heimahöfn sem að ég fór og átti alltaf samastað. Einhvern. Það var mjög skrítið að upplifa það að það var hætt eða búið , hvort sem að var, eða já. En það var væntanlega þessi tími sem ég var búin að vera þarna  alltaf á hverju ári alltaf og þegar ég var yngri þá voru það alltaf einhverjir mánuður eða yfri sumartíman, urðu síðan kannski að einhverjum  vikum síðar en alltaf að fara þangað, og vera hjá henni.

 

Ó: Það var eitthvað með hvernig þú þurftir að kveðja hana, var það ekki? Þurftir þú ekki alltaf að kveðja hana?

 

A: Jú ég varð að gera það þegar ég fór í burtu, ég gleymdi því einu sinni og gerði það aldrei aftur [ flissum bæði]

Ó: Seigðu mér aðeins frá því

 

A: Já sko það voru nokkrar sögu sagnir um það að hún væri nokkurskonar norn, hún var alltaf að sjóða einhver svona seyði, fjallagrasaseyði og svona allskonar. Konan mín sagði nú einu sinni við hana, spurði hana út í það og hún glotti bara en hún svaraði því ekkert, játandi eða neitandi. Ýjaði nú bara að því að það gæti nú bara verið satt. Það var þannig að einu sinni, eitt sumarið 11. ágúst á afmælisdeginum mínum þá var ég  að fara suður með Finna frænda og Ómari frá Ketilseyri. Þeir voru eitthvað að flíta sér í bæinn og voru eitthvað að reyna að ákveða sig, hvort þeir ættu að fara eða ekki fara og það var ákveðið að fara og það var öllu hent út í bíl og brunað af stað og ég hef aldrei á ævinni verið bílveikur,  fyrr né síðar,  en þennan dag. En ég varð bílveikur bara á, bara á Hrafnseyrarheiðinni, bara strax eftir, bara ný lagður af stað og ég ældi stanslaust í Búðardal sem er bara dágóður spotti, ég var bara fárveikur. Ég vildi meina það að það hafi verið, að ég kvaddi ekki ömmu, hún vissi ekki að við vorum farnir fyrr en þarna í Búðardal. Ég man ekki alveg hvernig þetta var, það var auðvitað enginn með gemsa á þessum tíma, hvort að Finni var með NMT síma, ég veit það ekki. En það allavegana, eftir Búðardal þá var ég góður. En eftir þetta þá kvaddi ég hana alltaf og sagði guttunum mínum líka að gera það, ég ætlaði ekki að hafa þá ælandi í bílnum.  Það var regla, að segja bless. Annars fengi maður að finna fyrir því.  Það var alveg upplifun að fara með henni í bíltúr líka.

 

Ó: Já, seigðu aðeins frá því.

 

A: Eins og ég sagði áðan fór hún sjaldnast upp fyrir fyrsta gír, fór stundum um annan á fimmgíra bíl, það heyrðist dáldið hátt í honum og eitt sumarið, ég held nú nokkur sumur en það er eitt sem ég man eftir þá keyrðum við alla leið inn í botn í Dýrafirði í skógræktina, það var svona dálítið langt ferðalag.

 

Ó [flissa] Í fyrsta gír?

 

A: Já í fyrsta gír, hún hérna, það var einhver svona hátíð inni í botni sem var mjög skemmtilegt, ég man ekkert af hverju en þá fór ég með henni þangað og til baka aftur.

 

Ó: Þetta var svolítið sérstakur bíll sem hún átti, var það ekki?

 

A: Sérstakur, þetta er Subaru Justy, ekkert svo sérstakur, bara venjulegur. Hann var ekkert keyrður sérlega mikið en hann var ekkert riðgaður, leit vel út og var ekkert keyrður en vélin í honum fór samt. Það er spurning hvort það að keyra hann á háum snúning mjög lengi hafi farið illa með hann. Ég held að hann hafi verð keyrður um 40 þúsund þegar að vélin fór í honum.

 

Ó: Hann lenti líka í einhverjum hrakföllum sá bíll, einhverjum unglings.

 

A: Já, það verður ekkert rætt hér. Eða kannski. Þegar ég, ég held að ég hafi verið orðinn 17 ára en ég var ekki kominn með bílpróf, ég hafði fallið á bóklegaprófinu og mér seinkaði um heila viku að fá prófið og þetta var í kringum afmælið mitt, eins og svo oft áður og félagi minn hafði komið með mér vestur, sem var kominn með bílpróf, jafnaldri minn. Við fengum bílinn lánaðann á rúntinn og svo höfðum við skilað honum um kvöldið. Nema að mig langaði líka að keyra smá, rúnta aðeins þannig að ég fékk, bílinn lánaðann.

 

Ó: Vissi amma þín að þú fékkst hann lánaðann?

 

A: Nei, ég held ekki.

 

Ó:  Var það að fá lánað?

 

A: Já já.  En ég allvega fór og spólaði eitthvað á honum, gerði einhverjar handbremsubeygjur. Heyrði það svo síðar frá konu sem þekkti ömmu, það þekktu náttúrulega allir ömmu þarna í þorpinu að hún hafið haldið eitt augnablik að hún hafið  haldið að Dæja væri orðin rugluð þegar hún sá hana taka handbremsubeygjur á malarvellinum [ Flissum bæði að þessari sögu] En hún áttaði sig fljótlega á því að þetta væri væntanlega ekki Dæja að reykspóla og taka handbremsubeygjur. En það sem gerðist var að kúplingin fór í bílnum og ég fékk aðstoð frá nokkrum við að ýta bílnum upp Brekkugötuna alla og koma honum í stæði aftur og svo skilaði ég bara lyklunum og sagði henni ekki neitt[ hlær vandræðalega] Síðan heyrði ég í henni einhvern tíman seinna og þá spurði hún hvort eitthvað hefði verið að bílnum þegar við skiluðum honum af því að hún kom honum út úr bílastæðinu [ hlær mikið].  Málið var að tveimur árum áður hafði Finni bróðir mömmu sagt við hana að kúplingin væri að fara að fara, það tók tvö ár og einn vitleysing að steikja kúplinguna.

 

Ó: Hvernig tók amma þín á svona uppátækjum?

 

A: Hún fojaði eitthvað aðeins en það var ekkert meira en það, í þetta skipti allavega.

 

Ó: Skammaði hún þig einhvern tíma, fyrir eitthvað?

 

A: Hum, já hún hefur örugglega skammað mig, eitthvað aðeins en það hefur verið eitthvað meira svona, fojað [ Svo hnussar Axel] hún hefur fnæst eitthvað kannski aðeins. Nei ég man ekki eftir því að hún hafi verið beint að skamma mig.

 

Ó: Hringdir þú einhvern tíma í hana og fékkst uppskriftir?

 

A: Já, ég gerði það. Ég man eftir því að ég hrindi í hana og vantaði að fá rabbabarasultuuppskrift sem henni fannst reyndar kjánalegt þar sem ég átti hússtjórnarskólagengna frú sem hlyti að kunna að búa þetta til. En hún, hún fojaði eitthvað yfir því og fojaði eitthvað yfir því að ég hafi hringt í hana en á sama tíma þá leiðbeindi hún mér alveg í gegnum þetta, hvernig ég átti að gera þetta og hvað ég skyldi varast.

Ég hrindi nokkrum sinnum í hana þanna, allavega þarna undir lokin, þá reyndi ég að hringja í hana eins oft og ég gat. Bara til að spjalla og oftast að reyna að spyrja um eitthvað svona, fá hana til að tala sjálfa, henni leiddist það ekkert ef hún fékk tækifæri til þess. Hún var rosalega minnug á ættfræði, það var alveg hægt að hringja í hana og spyrja hana hverra manna hinn og þessi var og hún gat rakið þetta alveg fram og til baka. Mamma hefur nokkrum sinnum heyrt í henni og rætt um svona við hana, ef maður var eitthvað óviss um eitthvað þá gat maður heyrt í henni, hún vissi þetta allt saman. Um flest alla bara einhvern veginn, ekki bara okkar fjölskyldur.

Hún var líka mikið fyrir að lesa. Las rosalega mikið. Ég held að hún hafi lesið mikið fyrir mömmu og systkini hennar. Hún átti gríðarlegt safn af bókum, allur neðri kjallarinn var fullur af bókum og á efrihæðinni líka, þar var allt fullt af bókum í öllum herbergjum. Hún var í einhverjum bókaklúbbi og fékk sendar bækur. Svo las hún bara og las, það var einhver sem sagði við mig að hún hefði verið gríðarlega klár þegar hún var einmitt yngri. Hún fór aldrei í skóla og kláraði aldrei neina menntun. Einhver vildi meina það að hún hafði rúllað því upp auðveldlega en hún hafi bara lesið sér sjálf til gagns.

 

Ó: Veistu hvort hún, ég held að við séum búin að fara svolítið vel yfir það sem tengist þessu hundrað ára kosninga.  Veistu hvort hún lagði áherslu á það að fólk færi og nýtti kosningaréttinn sinn?

 

A: Já ég held það, hún var í einhverju svona, ég hefði nú kannski átt að hringja í hana móður mína áður en við fórum að spjalla, til þess að spyrja úr í þetta en hún var í einhverju svona baráttumálum í svona stjórnmálum í sveitabænum eða sveitabænum? Þorpinu, Þingeyri, hvort hún var ekki formaður í einhverju í stéttafélaginu og fór fyrir í stéttafélaginu þarna á svæðinu. Hún var mikið í því, í svona félagsmálum svona líka. Þegar hún var yngri, það fór minna fyrir því þegar hún var eldri, þegar ég fór að kynnast henni. Og þetta kom mér á óvart þegar ég frétti þetta því mér fannst viðmótið þegar ég þekkti hana að þetta væri ekki eitthvað sem hún væri í eða myndi hafa verið í en svo var hún víst voða mikið í þessu. Þessu þá er ég að tala um einhverja svona pólitík í kringum svona kjarabáráttur og réttindi og svoleiðis.

 

Ó: Finnst þér ég vera að gleyma að spyrja um eitthvað?

 

A: Nei, held ekki.

 

Ó: Getum við ekki sagt að þetta sé ágætt?

 

A: Tókstu þetta allt upp?

 

Ó: Ég kann ekki alveg.

 

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 4 milljónir mynda, um 300 þúsund muni og tæpar 25 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 40 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.