LeitaVinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiAmma, Endurminning
Ártal1950-1970
Spurningaskrá121 Frásagnir um ömmur

LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Kvenkyns / 0

Nánari upplýsingar

Númer2015-1-79
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið9.3.2015/7.4.2015
Stærð1 A4
TækniTölvuskrift

Frjáls frásögn - án leiðbeininga:

Ég átti tvær ömmur. Önnur var alltaf góð, kom í heimsókn og við til hennar. Stundum var hún í upphlutnum sínum, svo falleg. Hún átti mörg góð orð um hve góður,duglegur og fallegur maður var. Hún gaf mér brúðargjöf tveimur árum áður en ég gifti mig, taldi sig ekki verða lifandi þegar ég léti úr því verða sem var svo alveg satt hjá henni. Þegar ég var lítil bjó hún í Vestmannaeyjum svo að ég fór með flugi í eitt skipti til hennar í heimsókn. Hin var oftar í því að siða barnið, kenna því góða siði og guðhræðslu. Hún skammaði mig þegar ég átti mitt fyrsta barn, maður var ekki nægjanlega góður, (sem hann var svo auðvitað ekki). Báðar voru þær í sama sértrúarsöfnuði á sama tíma.
Ég hitti svo þessa seinni nokkrum sinnum með litla barnið mitt en hætti svo bara að heimsækja hana vegna þess hvað hún nöldraði í mér.+
Meira hef ég nú ekki að segja um ömmurnar mínar.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 4 milljónir mynda, um 300 þúsund muni og tæpar 25 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 40 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.