LeitaVinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiAmma, Endurminning
Ártal1960-2000
Spurningaskrá121 Frásagnir um ömmur

ByggðaheitiReykjavík
Sveitarfélag 1950Reykjavík
Núv. sveitarfélagReykjavík
SýslaGullbringusýsla
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Kvenkyns / 0

Nánari upplýsingar

Númer2015-1-50
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið9.3.2015/21.3.2015
Stærð1 A4
TækniTölvuskrift

Frjáls frásögn - án leiðbeininga:

Amma mín var yndisleg kona, skemmtileg og mikill svona bóhem í sér, klæddist síðum mussum og kunni vel við allt sem sneri að listsköpun og list. Hún hafði afar gaman að því að sauma og allt sem hún gerði var vandað og afar fallegt.
Amma og systur hennar höfðu mikinn áhuga á draumum og dulspeki og ég man vel þegar þær voru að ræða draumana og ráða í það hverju þeir væru fyrir. Amma mín var líka mikill sóldýrkandi, hún lá úti í garði og sleikti sólina og fór líka oft út í Öskjuhlíð í sömu erindargjörðum.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 4 milljónir mynda, um 300 þúsund muni og tæpar 25 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 40 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.