LeitaVinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiAmma, Endurminning
Ártal1991-2014
Spurningaskrá121 Frásagnir um ömmur

ByggðaheitiGarðabær, Hafnarfjörður, Reykjavík
Sveitarfélag 1950Garðahreppur, Hafnarfjörður, Reykjavík
Núv. sveitarfélagGarðabær, Hafnarfjarðarkaupstaður, Reykjavík
SýslaGullbringusýsla
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Kvenkyns / 1991

Nánari upplýsingar

Númer2015-1-49
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið9.3.2015/17.3.2015
Stærð1 A4
TækniTölvuskrift

Frjáls frásögn - án leiðbeininga:

Ég átti lengi vel fjórar langömmur og tvær ömmur. Ein þeirra var mér þó alltaf kærust, móðir móður minnar. Hún og afi voru mjög oft heima hjá okkur þegar ég var að alast upp og tóku stundum á móti okkur þegar við systurnar komum heim úr skólanum ef foreldrarnir þurftu að vinna lengur. Amma var fædd 1929 og því af sjómannaeiginkonukynslóðinni. Afi var hrokafullur og ég komst að því í seinni tíð að hann er ekkert sérlega blíður maður. Amma þoldi hann þó alla tíð og lét eins og aldrei væri neitt að. Hún var mjög gestrisin og þótti ofsalega gaman þegar við komum í heimsókn. Hún lét alltaf eins og það væri ekkert mikilvægara í heiminum en mitt líf og mín áhugamál. Við amma vorum bestu vinir. Við andlát hennar í fyrra tókum við barnabörnin á spjall um hana, við erum 19 talsins, og þá kom í ljós að svona lét hún við okkur öll. Eins og sá sem hún talaði við hverju sinni væri mikilvægastur í heimi. Amma var fyrst og fremst vinur okkar.

Frásögn með stuðningi minnisatriða:

Anna Þórey Sveinsdóttir fæddist á Akureyri 1929. Þar kynntist hún afa mínum og saman bjuggu þau á Akureyri í nokkurn tíma áður en þau fluttu til Reykjavíkur. Hún kláraði menntaskólann og vann um tíma í bakaríi en mestallan hluta lífs síns var hún húsmóðir. Amma var af gamla skólanum og þótti mér hún oft frekar fordómafull en hún var alltaf til í að hlusta á nýmóðins hugtök og venjur og var oftar en ekki með unglingaslangrið á hreinu. Amma var típísk húsmóðir og afi var sjómaður en undiraldan sýndi að amma réði líklega meiru en hún gaf sér kredit fyrir.

Við hvaða staði og tímabil er frásögn þín miðuð?:

1991-2014 Hafnarfjörður, Garðabær og Reykjavík.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 4 milljónir mynda, um 300 þúsund muni og tæpar 25 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 40 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.