LeitaVinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiAmma, Endurminning
Ártal1947-1965
Spurningaskrá121 Frásagnir um ömmur

ByggðaheitiAusturland, Skagafjörður
Sveitarfélag 1950Eskifjarðarhreppur, Norðfjarðarhreppur, Reykjavík
Núv. sveitarfélagFjarðabyggð, Reykjavík, Sveitarfélagið Skagafjörður
SýslaGullbringusýsla, Óþekkt (Aust), Skagafjarðarsýsla, S-Múlasýsla
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Kvenkyns / 1947

Nánari upplýsingar

Númer2015-1-48
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið9.3.2015/15.3.2015
Stærð3 A4
TækniTölvuskrift

Frjáls frásögn - án leiðbeininga:

Móðurætt:Langamma mín kvennlegg hét Sumarrós Sigurðardóttir f.1855 d.1930 venjuleg fátæk alþýðukona hún giftist aðeins einu sinn og eignaðist 4 börn með manni sínum bjó alltaf á sama bænum, ekki er þess getið neinstaðar að hún hafi mist neitt barn. Bara það er mjög sérstagt í minni ætt. Hin langamma mín í móðurætt þ.e. móðir afa mins hét Þuríður Sumarliðadóttir f.1860 d.1950 hún misti fyrsta mann sinn í sjóinn og áttu þau þá 1 son (afa minn) hann var settur í fóstur,hún giftist síðan húsbónda sínum og átti 8 börn með honum þrjú þeirra létust í æsku og einn drukknaði 25 ára hún misti þennan mann líka, giftist aftur og átti 1 barn missti þann mann líka fór síðan í sambúð og átti þá 1 barn, samtals 11 börn, og fjóra menn þessi langamma mín er mér mjög hugleikin hún var fátæk ,barnmörg og misti bæði menn og börn. Ég held að hún hafi verið hin Íslenska hvundags hetja.´Ég þekkti þessar konur aldrei Amma mín í móður ætt hét Þórunn Jóhannesardóttir( þ.e. dóttir Sumarrósar) f.1888.d1982 hún var líka hvundags hetja íslenskra kvenna hún eignaðist 7 börn með fyrsta manni sínum missti 2 í æsku misti síðan mann sinn í sjóinn frá 5 börnum 1923 hún giftist aftur og eignaðist 2 börn missti þann mann líka ,hún kom börnum símum til mans án þess að þiggja af sveit eða láta þau frá sér fyrr en þau fóru að vinna fyrir sér sem var snemma, hún flutti af einu kotinu á annað með börnin sín hún gerðist síðan bústýra hjá bónda einum einhleipum og barnlausum í nokkuð mörg ár en þegar hann lagðist sjúkur vildi hann að þau giftu sig til að hún fengi að njóta eigna hanns. Ég þekkti þessa ömmu mína ekki mikið en hún gaf mér 200 k.r.(gamlar) í fermingargjöf hún var alla tíð fátæk alþýðukona en sköungur samt, bestu árin átti hún einhleip síðustu árin og bjó ein í littli húsi sem hún átti hún gaf eignir sínar til sjúkrahússins á Sauðarkróks. Eitt spakmæli eftir henni nota ég oft enn í dag en það hljóðar svo: Ég veit ekki yfir hverju fólk er að kvara það hefur nógann hita og nógann mat. En hún sagði líka: Ég veit ekki hvað er verið að halda upp á þessa torfbæi heldur fólk að það hafi verið eitthvað sældarlíf í þessum bæjum míglekum fullum af slaga ,fúa og miglu hún þekkti það af eigin raun að búa í þessu. En allar þessar konur fæddust og ólu aldur sinn í utanveðum Skagafirði þ.e. Fljótum. Stíflu, Héðinsfirði og fleiri harðbýlum stöðum á þessu svæði. En takið eftir hvað þær ná allar háum aldri.

Frásögn með stuðningi minnisatriða:

Föðurætt mín: Langamma mín í föðurætt þ.e. móðir föður-afa mins hét Þorbjörg Stefánsdóttir f.1854 ekki er getið um dánardag hún giftist og eignast einn son sem hún missir í bernsku, hjónin slíta samvistum ((hann giftist aftur og eignast fjölskildu) En Langamma mín gerist vinnukona á ýmsum bæjum í S-Múlasýslu hún kynnist norskum sjómanni sem kom á Ausfirði og eignat afa minn með honum hann kom svo aftur árið efir hún verður aftur ófrísk en hann lofar að koma sumarið þar á eftir og giftast henni, síðan hefur hann ekki sést og ekki er neitt vitað um hann.Hún eignast stúlkubarn og baslast áfram með þessi tvö börn en sonurinn afi minn lærir málaraiðn,ég þekkti þessa konu ekki. Hin langammamín þ.e. móðir ömmu minnar hét Marín Jónsdóttir f.1851giftist og eignast 7 börn með manni sínum missir 2 í bernsku þau eitthvað búa á Norðfirðien heimilið leysist upp og öll börnin eru skráð sem niðursettningar þ.m. amma mín en hjónin í vinnumensku alltaf á sitt hvorum bænum.Þetta fólk þekkti ég ekki. En föður-amma mín hét Guðrún Jensdóttir f.1884 d.1974 fædd á Norðfirði skráð niðursettningut í æsku hún giftirs Stefáni afa mínum (málaranum) þau eignast 4 börn sem komast öll til fullorðins ára en hún missir mannin frá þeim 1924 vinnur fyrir sér og þeim sem daglaunakona á Eskifirði þar til að hún fytur með syni sínum og tengdadóttir (foreldrum mínum) til Reykjavíkur 1945 og býr síðan hjá þeim allan sinn aldur þannig að ég er alin upp með henni. Mig langar til að geta þess að hún kendi sonum sínum að prjóna í æsku þeir prjónuðu m.a. sjóvettlinga sem voru seldir norskum og færeyskum sjómönnum þetta drýgði tekjurnar Á mínu æsku heimili vann hún heimilisstörf hún prjónaði á okkur sokka og vettlinga hún vaskaði alltaf upp og sagði okkur til við lestur en hún eldaði ekki og þvoði ekki. Hún talaði ekki mikið um fátækt sína né efiðleika. En þó komst ég að því að það var oft matarskortur hjá henni þegar hún var að ala sín börn upp. Hún var nokkuð ströng við okkur og gerði líka upp á milli okkar allavega annað veifið við vorun 6 systkinin, hún lagði meiri áherslu á við stelpurnar lærðum að vinna og þá sér í lagi heimilisverk og handavinnu frekar en að við færum til náms.Það einkendi hana og föður minn að þeim var í nöp við bændur,ég held að í sveit sem niðursettningur hafi hún mætt mikilli vinnuhörku og íllum aðbúnaði en faðir minn fór snemma til sjós ég heyrði þau systkini aldrei tala um að hún hafi sent þau í sveit, hún hélt tryggð við það fólk sem fluttist að austan um svipað leiti og hún. Hún var fátæk og heiðarleg almúakona eins og aðrar formæður mínar.

Við hvaða staði og tímabil er frásögn þín miðuð?

 

Æsku mína.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 4 milljónir mynda, um 300 þúsund muni og tæpar 25 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 40 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.