LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu
 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


EfnisatriðiAmma, Endurminning
Ártal1967-1989
Spurningaskrá121 Frásagnir um ömmur

StaðurKirkjuferja
ByggðaheitiÖlfus
Sveitarfélag 1950Ölfushreppur
Núv. sveitarfélagÖlfus
SýslaÁrnessýsla
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Kvenkyns / 1962

Nánari upplýsingar

Númer2015-1-46
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið9.3.2015/14.3.2015
Stærð1 A4
TækniTölvuskrift

Frjáls frásögn - án leiðbeininga:

Ég minnist ömmu minnar hennar Margrétar Fanneyjar Bjarnadóttur sem bjó ásamt eiginmanni sínumm og 11 af 12 börnum á Kirkjuferju í Ölfusi. Hún amma mín fæddist 27-07-1917 og lést 28-03-1989 á 72 aldursári. Ég minnist hennar með mikilli hlýju og fæ hita og vellíðunartilfinngu um mig alla þegar ég hugsa til hennar. Amma mín var alltaf kát og glöð, brosti og hló mikið, ég man aldrei nokkurn tíma eftir henni öðru vísi í skapi. Hún rak stórt heimili og var mikið að gera hjá henni alla daga. Margir í mat og kaffi og mikill gestagangur. Ég man eftir ömmu minni hún var alltaf í einum af þessum sígildu Hagkaups sloppum sem voru munstraðir með vösu og svo var hún alltaf með niðurrúllaða nælonsokkana og oftar en ekki með rúllur í hárinu og slæðu þar yfir. Hún var góður kokkur og kökurnar hennar ömmu vour þær albestu sem ég gat hugsað mér og uppáhaldið mitt var brún randalína og svo pönnukökurnar hennar. Það var alltaf svo fínt heima hjá ömmu, aldrei nokkurn tíma drast eða dót út um allt. Þegar amma klæddi sig upp þá var hún í glaðlegum kjólum með blómamunstri eða mikið munstraðir. Ég á góðar og dýrmætar minningar um hana ömmu mína og hefur hún verið mín fyrirmynd í svo mörgu. Ég ákvað það sem barn að heimilið mitt skyldi líta út eins og hjá ömmu alltaf hreint og fínt og það hefur alla tíð verið svoleiðis hjá mér. Það var alltaf yndislegt að koma til ömmu og vel tekið á móti okkur. Ég er sjálf orðin amma í dag og finn ég það hjá mínum barnabörnum að þeim finnst gott að koma til ömmu og líður vel hér hjá mér og vilja hér vera og finnst mér ég eiga ömmu minni það að þakka því mér finnst ég hafa lært það af ömmu minni að taka vel á móti mínu fólki og gestum og sér í lagi mínum barnabörnum.

Þetta er mín minning um ömmu
Jóna barnabarn Margrétar Fanneynar Bjarnadóttur.

Við hvaða staði og tímabil er frásögn þín miðuð?

 

Sveitarfélagið Ölfus, Kirkjuferju frá ca 1967.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 4 milljónir mynda, um 300 þúsund muni og tæpar 25 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 40 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.