LeitaVinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiAmma, Endurminning
Ártal1948-1999
Spurningaskrá121 Frásagnir um ömmur

ByggðaheitiÍsafjarðardjúp
Sveitarfélag 1950Ögurhreppur
Núv. sveitarfélagSúðavíkurhreppur
SýslaN-Ísafjarðarsýsla
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Kvenkyns / 1976

Nánari upplýsingar

Númer2015-1-45
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið9.3.2015/11.3.2015
Stærð1 A4
TækniTölvuskrift

Frjáls frásögn - án leiðbeininga:

Föður amma mín Karítas Guðbjörg Guðleifsdóttir fædd 12.6. 1921 hún var húsfreyja í Ísafjarðardjúpi lengi vel en bjó,svo á Ísafirði til 1999 og lést í maí það ár. Hún var yndisleg kona, hún fæddi 13 börn og 12 komust á legg og eru öll en á lífi. Pabbi minn er 4 í röðinni. Hann sagði mér einu sinni söguna af því þegar hann fæddist. Árið 1943 í ágúst var amma komin að því að eiga pabba, hún var úti að raka og afi (fæddur 1908) var að slá. Hann sér að ömmu verður eitthvað illt og hleypur til og tekur hana í fangið og hleypur með hana heim að bæ og upp á baðstofuloft. Þar fæðir hún pabba minn og stuttu seinna var hún komin niður að þvo þvotta. Sem unglingur fór ég oft til ömmu og bað ég hana um að segja mér frá því hvernig var þegar hún var lítil. Mér er minnisstæðast þegar hún sagði mér hvað hún vildi að til hefðu verið svona hlý föt eins og við ættum, þá hefði verið gaman að vera til og mikið leikið úti. Hún sagði mér frá fjölskyldu sem átti heima á næsta bæ þegar hún var lítil, þar voru 14 börn. Á veturna komst bara helmingurinn út í einu þar sem ekki var til nóg af hlýjum fatnaði, en á sumrin voru þau öll úti oft hálf klædd. Fátæktin var svo mikil. Amma var yndisleg smágerð kona sem eyddi ekki orðum af óþörfu en hlýjan og góðmennskan streymdu alltaf frá henni.

Frásögn með stuðningi minnisatriða:

Öfum mínum kynntist ég aldrei þar sem móður afi minn lést þegar mamma var lítil og föður afi minn þegar ég var 19 daga gömul. Sögur af föður afa mínum hef ég heyrt, hann var bóndi inn í Djúpi og fólk man enn eftir honum þó liðin séu 39 ár frá því hann féll frá. Hann var víst mikill skapmaður. Ein sagan var að eitt sinn reiddist hann og rauk þá ofan í fjöru, synti yfir fjörðinn og rauk upp í fjall. Hvort sagan er sönn veit ég ekki en það veit ég að skapmikill var hann.

Við hvaða staði og tímabil er frásögn þín miðuð?

 

Ísafjarðardjúp 1948, söguna af afa get ég ekki staðsett í tíma. Amma sagði mér sögur frá 1989 til 1999.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 4 milljónir mynda, um 300 þúsund muni og tæpar 25 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 40 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.