LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiHefill

LandÍsland

GefandiErla Kristjánsdóttir 1950-
NotandiGuðmundur Tómasson 1891-1980

Nánari upplýsingar

Númer10033
AðalskráMunur
UndirskráByggðasafn Borgarfjarðar
Stærð24 x 17 cm

Lýsing

Verkfæri frá Guðmundi Tómassyni (1891 - 1980).

"Foreldrar: Tómas Guðmundsson, bóndi á Einifelli og Ástrós Sumarliðadóttir."

"Vinnumaður í Stafholti 1910 -12, Arnarholti 1912-13, húsmaður á Einifelli 1913-14 og 1917-18, Haugum 1914-17 og 1919-22, Uppsölum í Norðurárdal 1922-27, Glitstöðum 1927-28, bóndi í Sveinatungu 1928-29, Tandraseli 1929-44, húsmaður í Stóruskógum síðan."

"Handlaginn svo af bar og fékkst við smíðar. Í þau skipti, sem kappsláttur fór fram í Borgarfirði, var hann sigurvegari."

Guðmundur kvæntist Ólöfu Jónsdóttur frá Einifelli árið 1912 og eigunðust þau fimm börn.

Erla Kristjánsdóttir færði Byggðasafni Borgarfjarðar verkfærin, en Guðmundur var afi hennar.


Heimildir

Morgunblaðið, 5. okt., 1980, minning: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1532058

Borgfirzkar æviskrár. 1973, þriðja bindi (bls. 440).

Þetta aðfang er hluti af safnkosti Safnahúss Borgarfjarðar í Borgarnesi, þar sem eru fimm söfn. Sjá nánar á www.safnahus.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.