LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiBotnamerki, Efribotnamerki
Ártal1957-1963

ByggðaheitiGrímsey
Sveitarfélag 1950Grímseyjarhreppur
Núv. sveitarfélagAkureyrarkaupstaður
SýslaEyjafjarðarsýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

Númer1049
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð40,6 x 47,5 cm
EfniLátún

Lýsing

Botnamerki Norðurborgar hf., Grímsey. Efribotnamerki, heiltunna. Norðurborg saltaði síld í Grímsey frá árinu 1957 til 1963, samkvæmt skýrslum Síldarútvegsnefndar. Á merkinu stendur: Iceland Cut Herring. Cured and packed by Norðurborg hf. Grímsey.

Botnamerki: ,,Vörumerki íslenskra saltenda eru oftast nær bókstafir, fangamörk eða full nöfn. Fangamörkin eru oftast samansett af of litlum stöfum, ógreinileg og lítið einkennandi. Sum merki með fullu nafni eru góð, en nöfnin og merkin þurfa að vera þannig, að kaupendurnir geti fest sér þau í minni. Glöggar myndir eru beztu vörumerkin, en þær eiga að vera svo stórar og greinilegar, að þær skiljist strax, og sérkennilegar, svo þær munist.“ (Magnús Vagnsson, bls. 96).


Heimildir

Magnús Vagnsson. (1939). Handbók síldverkunarmanna. Siglufjörður: Síldarútvegsnefnd.

Þetta aðfang er í Síldarminjasafni Ísland. Safnkosturinn nær til alls sem tengist sögu síldarútvegs og síldariðnaðar Íslendinga, ásamt munum sem snerta líf hins venjulega manns í hinum dæmigerða síldarbæ. Ógerlegt að telja gripi, um slíkan fjölda er að ræða. Ætla má að um helmingur safnskostsins sé skráður í aðfangabók eða í spjaldskrá en hinn helmingurinn er algjörlega óskráður. Skráning í Sarp er á byrjunarstigi.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.