LeitaVinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiKyn, Kynin, Kynin
Ártal1955-2015
Spurningaskrá122 Aðstæður kynjanna

Sveitarfélag 1950Reykjavík
Núv. sveitarfélagReykjavík
SýslaGullbringusýsla
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Kvenkyns / 1956

Nánari upplýsingar

Númer2015-2-31
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið20.5.2015/20.6.2015
Stærð4 A4
TækniTölvuskrift

Nám og störf

Hvaða væntingar hafðir þú um menntun? Hvernig uppfylltir þú þær? Hvaða námi hefur þú lokið? Hvaða þættir höfðu áhrif á val þitt á námi (t.d. hvatning, almenn viðhorf, félagslegar aðstæður, námsframboð)?

Ég hafði þær væntingar að ég gæti unnið við það sem væri áhugavert og fengið betri laun en væri ég ómenntuð. Ég kláraði BSc nám í geislafræði. Ég var svo heppin að fá sumarvinnu á röntgendeild BSP á menntaskólaárunum og fékk strax mikinn áhuga fyrir starfinu.  Almennt viðhorf á mínu heimili var að maður færi í nám, en það var ekkert verið að pressa óeðlilega.

 

Hvaða framtíðardrauma hafðir þú um atvinnu? Samræmdist ævistarfið upphaflegum vonum þínum? Ef ekki, hvað var þess valdandi?

Ég hafði þá drauma að klára geislafræðinámið og vinna við það.  Ég vann svo ekki við það nema 12 ár, launin hlægilega lág og vaktavinnan var erfið.  Ég fór að vinna á skrifstofu við ýmis störf og það má segja að menntaskólanámið og tungumálanám hafið gert það að verkum að ég fékk góðar stöður í skrifstofuvinnunni og miklu betri laun en sem geislafræðingur.  Ég hafði því 2 „ævistörf“ og þau uppfylltu bæði vonir um út á hvað störfin gengu.


Hvernig voru samskipti kynjanna á þeim stöðum sem þú hefur unnið á? Tókst þú eftir kynferðislegu áreiti? Ef svo er, lýstu því og hvernig var talað um það.

Svona yfir allt þá voru samskipti kynjanna á þeim 6 vinnustöðum sem ég vann á bara eðlileg, en já ég var vör við smá klíp í rassa og svoleiðis og það var talað þannig um það að það þótti algjörlega eðlilegt svo hræðilegt sem það nú hljómar.

 

Valdir þú þér atvinnu sem samkvæmt venju „tilheyrði“ hinu kyninu? Hvaða starf og hvers vegna? Hvaða áhrif hafði kynferði þitt á þau verkefni sem þér voru falin? Hvernig var þér tekið (t.d. jákvæð/neikvæð viðhorf, samskipti við samstarfsfólk)?

Nei ég valdi mér geislafræðinámið bara vegna áhuga á starfinu, það að það var 98% kvennastarf skipti mig ekki máli þá, en seinna meir skipti það sköpum launalega séð.

 

Heimili og uppeldi

Hvernig var verkaskiptingu háttað á þínu heimili (hreingerning, matseld, fjármál, innkaup, viðgerðir, garður, bíll t.d.)? Af hverju var verkaskiptingin með þessum hætti?

Foreldrar mínir ættleiddu mig og voru það fullorðin að þau gátu hafa verið amma og afi.   Verkaskipting þeirra var mjög hefðbundin framan af, en síðustu ár þeirra tók pabbi alveg jafnt á við mömmu að vinna heimilisstörf og hann, vélfræðingur og járnsmíðameistari, gerðist bakari á efri árum, bakaði gerbrauð af ýmsum gerðum fyrir heimilið.  Af hverju var verkaskiptingin hefðbundin lengst af það veit ég ekki, hefðir?

 

Ef þú átt barn eða börn, hvernig skiptuð þið foreldrar með ykkur verkum í umönnun barnsins (fyrsta árið, á leikskólaaldri, á skólaaldri)? Hvernig var verkaskiptingin ef að þið áttuð fleira en eitt barn?

Á ekki börn.

 

Ef fjölskyldan þín var stjúpfjölskylda (þ.e. ef annar eða báðir aðilar sem stofnuðu til fjölskyldunnar áttu barn eða börn með öðrum), hvernig var samskiptum við stjúpbörn háttað, hversu mikið dvöldu þau á heimilinu, og hvernig hafði nærvera þeirra áhrif á heimilislífið?

Á ekki við mig.

 

Ef þú átt barnabörn, á hvaða hátt tekur þú þátt í lífi þeirra? Hvernig er samskiptum ykkar háttað, hafið þið t.d. samband í gegnum síma eða tölvu? Segðu frá hvort eða á hvaða hátt þú aðstoðar við uppeldi á barnabörnunum.

 

Telur þú að það sé munur á hlutverkum afa og ömmu? Ef svo er, á hvaða hátt?

Á ekki við mig.


Barneignir og fjölskyldustærð

Hvaða þættir höfðu áhrif á hvort og þá hvenær þú eignaðist barn eða ekki? Fannst þú fyrir væntingum hvað þetta snerti? Ef svo er, hvaða væntingum og hvað fannst þér um þær?

Ég eignaðist ekki börn, þau komu ekki eðlilega og við hjónin tókum þá meðvituðu ákv. að fara ekki í glasafrjófgunardæmið, löngun í barn var greinilega ekki meir en það. 

 

Ef þú valdir að eignast ekki barn eða gast það ekki, hvernig upplifðir þú viðhorf fólks til þess? Hvaða máli skipti hvort þú varst einhleyp(ur) eða í sambúð? En hvort þú sért karl eða kona?

Viðhorf fólks var nánast á einn veg, ...af hverju eigið þið ekki barn, ....endalausar spurningar og pælingar fólks um það. Stundum var þessi afskiptasemi verulega leiðinleg.

 

Ef þú átt barn, hvaða áhrif hafðir þú á ákvarðanatökur í sambandi við fæðinguna og það ferli sem henni tengdist (t.d. fæðingarumhverfi, lyfjagjöf, fæðingarstelling)?

Á ekki við.

 

Var faðirinn viðstaddur fæðingu barnsins? Hvaða áhrif hafði sú reynsla á hlutverk þitt/hans í umönnun og uppeldi barnsins?

á ekki við.

Hefur þú notað getnaðarvarnir og þá hverjar? Hvað eða hver hefur haft mest áhrif á ákvörðun þína um að nota getnaðarvarnir og val á þeim? Við hverja hefur þú rætt um getnaðarvarnir og af hverju? Hver finnst þér bera ábyrgð á notkun og vali á getnaðarvörnum?

Já, ég notaði pilluna þegar ég var ung og einhleyp. Ég ræddi þetta við mömmu og við fórum saman til heimilislæknis til að fá uppáskrifað.  Stelpur og strákar eiga náttúrulega að bera 50% ábyrgð á getnaðarvörnum.

 

Þátttaka í félagsstörfum og viðhorf til jafnréttisbaráttu

Hver voru viðhorf þín til jafnréttisbaráttu og skiplagðra kvennahreyfinga á borð við Rauðsokkurnar, Kvennalistann, Úurnar o.fl.? Tókst þú einhverntíma með virkum hætti þátt í starfi slíkra hreyfinga, og þá hverra og hvenær?

Ég var í rauðsokkahreyfingunni, mín menntaskólaár voru 73 – 76.  Já ég  var actív í rauðsokkunum á mennaskólaárum.  Man ekki alveg af hverju ég hætti á háskólaárunum, kannski námið hafi tekið frá manni tíma...?  Mitt viðhorf til þessara hreyfinga er að þær eiga allar rétt á sér og ekki veitir af þegar maður sér að árið 2015 er enn verið að berjast og berjast fyrir jafnrétti til launa.

 

Hver telur þú að hafi verið helsti ávinningur kvennahreyfinganna? Hvað fannst þér hafa farið miður í baráttumálum þeirra?

Helsti ávinningur hefur verið að launamisréttið hefur minnkar. Við höfum náð því að komast með konur í stjórnmál og embætti.   Mér dettur ekki neitt í hug sem mér finnst hafa farið miður í baráttumálunum. Ég fann það þar sem ég starfaði í ísl. viðskiptaheiminum 98 til 2009 að þar var landlægur hugsunargangur ennþá að konur væru nú bara ekki eins klára og við strákarnir og maður sá oft að ungar konur sem höfðu unnið sig upp með menntun og dugnaði í einhverjar „stöður“ í þessu viðskiptalífi að ef einhverjir þekktu þær ekki þá var oftast litið svo á að þær væru „einhver ritari“.   En viðskiptaheimurinn allur fékk náttúrulega skell aldarinnar haustið 2008 þegar það uppgötvaðist að strákarnir kunnu ekkert að reka fyrirtæki né banka, þau fóru bara öll á hausinn þegar að þenslutímabilinu lauk og það þurfti að fara að taka ákvarðanir.    Mér finnst eiginlega besti brandarinn úr þessu öllu að ef að Lehmann brothers hefðu verið Lehmann sisters þá hefði ekki komið neitt hrun, því að konum hefði alldrei dottið til hugar að leika sér að peningum annarra eins og þeir væru Matador pappír. 

 

Tókst þú þátt í kvennafrídögunum 1975 eða 2005? Hvers vegna/hvers vegna ekki?

Ó já.

 

Hver voru viðbrögð þín við framboði og kjöri Vigdísar Finnbogadóttur til forseta Íslands?

Mjög ánægð.

 

Varst þú í kvenfélagi eða kynjaskiptum félagsskap? Telur þú að jafnréttisbaráttan hafi haft áhrif á starfsemi þíns félags? Ef svo er, hvernig?

Ekki öðru en rauðsokkunum.

 

Sinntir þú öðrum félagsstörfum (t.d. kórar, kvenfélög, íþróttafélög, leikfélög, stjórnmálaflokkar). Ef svo er, hverskonar félagsstörfum tókstu þátt í?

Já var í nokkrum blönduðum kórum. Í einum þeirra var ég í stjórn í 3-4 ár, en gaf svo ekki kost á mér eftir það því að það voru bara kallarnir sem réðu í þeim félagsskap. Við þessar 2 konur sem vorum með þeim í stjórninni vorum bara til að gera það sem þeir sögðu og ef við komum með hugmyndir þá var ekki hlustað á það.

 

Á hvaða vettvangi finnst þér þú hafa náð að blómstra mest (í starfi, á heimili, í félagsstörfum o.s.frv.)? Hvar og hvernig nýttust hæfileikar þínir best?

Hæfileikar mínir nýttust bæði í starfi geislafræðings og starfi ritara og ég hafði gaman af þeim og hlakkaði til að fara í vinnuna.  Ég hef einnig blómstrað í mínu hjónabandi, var mjög heppin með eiginmann, við erum bestu vinir, getum alltaf verið saman, ferðumst um allan heiminn saman og það er alltaf jafn gaman.  Ég get líka sagt að ég blómstraði í kórum sem söngvari en ekki í stjórn kórsins.


Kafli 1 af 4 - Nám og störf

Hvaða væntingar hafðir þú um menntun? Hvernig uppfylltir þú þær? Hvaða námi hefur þú lokið? Hvaða þættir höfðu áhrif á val þitt á námi (t.d. hvatning, almenn viðhorf, félagslegar aðstæður, námsframboð)?
Hvaða framtíðardrauma hafðir þú um atvinnu? Samræmdist ævistarfið upphaflegum vonum þínum? Ef ekki, hvað var þess valdandi?
Hvernig voru samskipti kynjanna á þeim stöðum sem þú hefur unnið á? Tókst þú eftir kynferðislegu áreiti? Ef svo er, lýstu því og hvernig var talað um það.
Valdir þú þér atvinnu sem samkvæmt venju „tilheyrði“ hinu kyninu? Hvaða starf og hvers vegna? Hvaða áhrif hafði kynferði þitt á þau verkefni sem þér voru falin? Hvernig var þér tekið (t.d. jákvæð/neikvæð viðhorf, samskipti við samstarfsfólk)?

Kafli 2 af 4 - Heimili og uppeldi

Hvernig var verkaskiptingu háttað á þínu heimili (hreingerning, matseld, fjármál, innkaup, viðgerðir, garður, bíll t.d.)? Af hverju var verkaskiptingin með þessum hætti?
Ef þú átt barn eða börn, hvernig skiptuð þið foreldrar með ykkur verkum í umönnun barnsins (fyrsta árið, á leikskólaaldri, á skólaaldri)? Hvernig var verkaskiptingin ef að þið áttuð fleira en eitt barn?
Ef fjölskyldan þín var stjúpfjölskylda (þ.e. ef annar eða báðir aðilar sem stofnuðu til fjölskyldunnar áttu barn eða börn með öðrum), hvernig var samskiptum við stjúpbörn háttað, hversu mikið dvöldu þau á heimilinu, og hvernig hafði nærvera þeirra áhrif á heimilislífið?
Ef þú átt barnabörn, á hvaða hátt tekur þú þátt í lífi þeirra? Hvernig er samskiptum ykkar háttað, hafið þið t.d. samband í gegnum síma eða tölvu? Segðu frá hvort eða á hvaða hátt þú aðstoðar við uppeldi á barnabörnunum.
Telur þú að það sé munur á hlutverkum afa og ömmu? Ef svo er, á hvaða hátt?

Kafli 3 af 4 - Barneignir og fjölskyldustærð

Hvaða þættir höfðu áhrif á hvort og þá hvenær þú eignaðist barn eða ekki? Fannst þú fyrir væntingum hvað þetta snerti? Ef svo er, hvaða væntingum og hvað fannst þér um þær?
Ef þú valdir að eignast ekki barn eða gast það ekki, hvernig upplifðir þú viðhorf fólks til þess? Hvaða máli skipti hvort þú varst einhleyp(ur) eða í sambúð? En hvort þú sért karl eða kona?
Ef þú átt barn, hvaða áhrif hafðir þú á ákvarðanatökur í sambandi við fæðinguna og það ferli sem henni tengdist (t.d. fæðingarumhverfi, lyfjagjöf, fæðingarstelling)?
Var faðirinn viðstaddur fæðingu barnsins? Hvaða áhrif hafði sú reynsla á hlutverk þitt/hans í umönnun og uppeldi barnsins?
Hefur þú notað getnaðarvarnir og þá hverjar? Hvað eða hver hefur haft mest áhrif á ákvörðun þína um að nota getnaðarvarnir og val á þeim? Við hverja hefur þú rætt um getnaðarvarnir og af hverju? Hver finnst þér bera ábyrgð á notkun og vali á getnaðarvörnum?

Kafli 4 af 4 - Þátttaka í félagsstörfum og viðhorf til jafnréttis

Hver voru viðhorf þín til jafnréttisbaráttu og skiplagðra kvennahreyfinga á borð við Rauðsokkurnar, Kvennalistann, Úurnar o.fl.? Tókst þú einhverntíma með virkum hætti þátt í starfi slíkra hreyfinga, og þá hverra og hvenær?
Hver telur þú að hafi verið helsti ávinningur kvennahreyfinganna? Hvað fannst þér hafa farið miður í baráttumálum þeirra?
Tókst þú þátt í kvennafrídögunum 1975 eða 2005? Hvers vegna/hvers vegna ekki?
Hver voru viðbrögð þín við framboði og kjöri Vigdísar Finnbogadóttur til forseta Íslands?
Varst þú í kvenfélagi eða kynjaskiptum félagsskap? Telur þú að jafnréttisbaráttan hafi haft áhrif á starfsemi þíns félags? Ef svo er, hvernig?
Sinntir þú öðrum félagsstörfum (t.d. kórar, kvenfélög, íþróttafélög, leikfélög, stjórnmálaflokkar). Ef svo er, hverskonar félagsstörfum tókstu þátt í?
Á hvaða vettvangi finnst þér þú hafa náð að blómstra mest (í starfi, á heimili, í félagsstörfum o.s.frv.)? Hvar og hvernig nýttust hæfileikar þínir best?

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 4 milljónir mynda, um 300 þúsund muni og tæpar 25 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 40 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.