LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiVörupeningur
Ártal1907-1909

LandÍsland

GefandiÞór Gunnarsson 1940-

Nánari upplýsingar

Númer2013-42
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð1,4 x 0,1 cm
EfniMálmur
TækniMyntslátta

Lýsing

10 aura vörupeningur frá P. J. Thorsteinsson & Co. á Bíldudal, eins og stendur á annarri hlið hans. Á hinni er blómsveigur og innan hans stendur: GEGN VÖRUM. Ætla má að peningurinn sé frá því snemma á 20. öld, skömmu áður en útgáfu slíkra peninga var hætt. Slíkir peningar eru nú orðnir fágæti. Peningurinn kom úr dánarbúi Gunnars H. Sigurjónssonar, loftskeytamanns í Hafnarfirði, sem var í þriðja ættlið í beinan karllegg frá Pétri Jens Thorsteinsson, eins stofnenda félagsins P. J. Thorsteinsson. Félagið var stofnað árið 1907 en tveimur árum síðar sleit Pétur tengslum sínu við það, þótt áfram bæri það nafn hans. Því má ætla að peningurinn sé frá þeim árum, þ. e. 1907-1909. Gefandi er í fjórða ættlið frá Pétri.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 4 milljónir mynda, um 300 þúsund muni og tæpar 25 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 40 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.