LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu
 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


Ljósmyndari/Höf.Guðný Zoëga 1969-
MyndefniBýli, Fornbýli, Fornleifarannsókn, Fornminjar, Skurður
Ártal2008

StaðurViðvík
ByggðaheitiViðvíkursveit
Sveitarfélag 1950Viðvíkurhreppur
Núv. sveitarfélagSveitarfélagið Skagafjörður
SýslaSkagafjarðarsýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

Númer2015-3-3
AðalskráMynd
UndirskráEyðibyggð og afdalir Skagafjarðar III
Stærð25,4 x 20,32
GerðStafræn mynd
HöfundarétturGuðný Zoëga 1969-

Lýsing

Eyðibyggð og afdalir III. 2008.

Hólakot í landi Viðvíkur í Viðvíkursveit. Hólakot kemur fyrst fyrir í heimildum ásamt Viðvík og Kvígildis¬hóli í ráðsmannsreikningi Hólastóls frá 1388 þar sem taldar eru upp jarðir í eigu Stólsins (Íslenskt fornbrefasafn, III: 410). Í annarri skrá yfir eignir Hólastaðar frá 1449 er Viðvík talin upp ásamt Hólakoti (Íslenskt fornbréfasafn, V: 36, 43). Í örnefnaskrá Margeirs Jónssonar segir í aftanmálsgrein: „Hólakot, sem er forn-gamalt eyðibýli – er í Viðvíkurlandi, en byggt upp að nýju um 1920. Fornt mat á Hólakoti var 20 hdr. og um 1388 var lsk. 3 merkur í vaðmálum. Með konungsúrskurði 8. maí 1805 var Viðvík „ásamt kotinu“ lögð sýslumanni til ábúðar og hefur það fylgt aðaljörðinni síðan.“ (Örnefnaskrá Viðvíkur. Margeir Jonsson skráði. Örnefnastofnun Íslands, bls. 3). Í örnefnaskrá Sverris Björnssonar segir: „Ofan við sundið [Hólakotssund] er smákot sem Hólakot heitir, vísast um það til lýsingar Margeirs Jónssonar (Örnefnaskrá Viðvíkur. Sverrir Björnsson skráði. Örnefnastofnun Íslands, bls. 3). Hólakot mun hafa verið í ábúð 1921-1934. Í Hólakoti sjást leifar túngarðs og byggingaleifa bæði kotbýlisins sem þar stóð seinast en einnig er þar að finna virkjamiklar fornar minjar innan túngarðsins sem engar heimildir eru til um. Alls voru teknir þrír könnunarskurðir á Hólakoti auk þess sem að fjöldi kjarnasýna var tekinn til frekari aldursgreiningar minjanna. 

Þetta aðfang er í Byggðasafni Skagfirðinga. Í árslok 2014 voru 5140 munir skráðir í aðfangabækur safnsins og í Sarp. Munir eru skráðir í Sarp um leið og þeir eru skráðir sem safngripir í aðfangabækur safnsins. Unnið er við skráningu ljósmynda í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.