LeitaVinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiEndurnýting, Nýtni, Sjálfsþurft, Viðgerð
Ártal1963-2011
Spurningaskrá113 Heimatilbúið, viðgert og notað

Sveitarfélag 1950Ólafsvíkurhreppur, Selfosshreppur, Skeiðahreppur
Núv. sveitarfélagSkeiða- og Gnúpverjahreppur, Snæfellsbær, Sveitarfélagið Árborg
SýslaÁrnessýsla, Snæfells- og Hnappadalssýsla
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Kvenkyns / 1963

Nánari upplýsingar

Númer2010-2-71
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið20.8.2011/16.1.2012
TækniTölvuskrift

Persónulegar upplýsingar um heimildarmann: 

(..1..)

Við hvaða staði og tímabil er svarið miðað? 1963-1986 Ólafsvík, Skeiðahrepp 1987-2004 og Selfoss 2004-2011

Viðgerðir og endurbætur 
Er gert við fatnað? Hvaða fatnað? Hversu umfangsmiklar eru viðgerðirnar? Hve algengt er þetta? 
Hefur einhver á heimilinu kunnáttu sem nýtist við fataviðgerðir eða fatasaum og hvaðan er sú kunnátta komin? Hverju hefur hún skilað?
Þekkist að fara með fatnað á saumastofur til viðgerða? Hvaða fatnað helst? 
Á mínu æskuheimili gerði móðir mín við öll föt, saumaði upp úr gömlum fatnaði á okkur systkynin og úr nýju efni. Sængurver oft saumuð upp úr hveitipokum. Faðir minn gerði við og lagfærði heimilismuni, rafmagnstæki, bíla og fl. Ég fékk að nota saumavél móður minnar til sauma á dúkkur ekki eldir en 10-12 ára. Saumaði á mig sem unglingur mussur, buxur, jakka og boli. Prjónaði einfalda hluti eins og legghlífar. Hafði áhuga á að vera öðruvísi og þótti töff að gera hlutina sjálf.
Á mínu heimili geri ég við föt, staga og bæti. Saumaði upp úr gömlum fötum fyrst og fremst af áhuga en ekki nauðsýn á börnin. Skifti um rennilása í vinnugöllum og buxum. Ég er alin upp við nýtni og er nýtin og sparsöm og hef áhuga á að endurvinna hluti og föt. Er viss um að mikið sparast við þessa iðju mína og síðast en ekki síst er þetta fordæmi fyrir börnin mín. Ég hef ekki farið með fatnað á saumastofur til viðgerða en skó hef ég látið gera við.
Í hvaða mæli er gert við reiðhjól eða bíla? 
Ég geri við reiðhjól sem ég get, svo sem að laga sprungið dekk, herða upp á bremsum og smyrja keðjur með börnunum. Fer með á verkstæði ef ég get ekki sjálf.
Skiptir þú um dekk eða gerir við þau sjálf(ur)? Hve algengt er það?
Er dyttað að leikföngum, heimilistækjum og áhöldum? Hvað er hér helst um að ræða? 
Ég laga leikföng, herði skrúfur, tek í sundur, lóða saman, lími saman, sauma í saumavél Andrésblöð og bækur ef þau fara í sundur. Geri við af litlum mætti heimilistæki en þau eru oft orðin of flókin. Skipti um reim í þurkaranum fyrir stuttu og dælu í þvottavélinni sem er orðin 22 ára. 
Hvað annað er gert við? 
Hvaða verkfæri eru til á heimilinu? 
Finnst gaman að eiga verkfæri og sem flest, kunnáttan er samt ekki í sama mæli og fjöldi verkfæra.
Ferð þú með skó í viðgerð? Er meira eða minna um það nú en áður? 
Fór með fína skó til sólunnar, ekki mikið um það í dag.
Annast þú viðhald eða viðgerðir á þínu eigin húsnæði og í hverju er það helst fólgið? 
Mála húsið mitt og ditta að því sem ég get. Múra og mála innan sem utan, smíða mér borð og garðaúrgangskassa. Lagði drenglögn niður við hús og bílskúr.
Ef að þú ert með bílskúr til hvers er hann þá notaður?
Helst til söfnunar á dóti en einnig til viðgerða á ýmsum hlutum. Mála og pússa húsgögn, geri við hluti þar sem ekki er mögulegt að hafa inni. Börnin smíða sér sverð og dót í bílskúrnum.

Búið til heima 
Er bakað á þínu heimili? Hvaða brauð, kökur eða tertur eru helst bakaðar og úr hvaða mjöli eða korntegundum? 
Já við bökum töluvert. Brauð, kökur, kleinur, ástarpunga og fl. Baka úr hveiti, heilhveiti, spelti, bóghveiti, hveitiklíð og fl. en aðalega þó úr hveiti. Yngsta barnið er með eggjaofnæmi og hef því bakað kökur og annað án eggja. Nota í staðinn eggjalíki, rjóma eða brodd. Pönnukökur var erfitt að baka án eggja, vildi klessast við pönnukökujárnið en hef komist upp á lag með að nota rjóma í staðinn.
Hvenær og af hvaða tilefni er helst bakað? 
Baka hvenær sem er, stundum af tilefni svo sem afmæli, en annars vegna ánægju og tilbreytingar og að vera með börnunum við einhverja iðju.
Hve oft er bakað (t.d. einu sinni í viku)?
Bakað er á mínu heimili allaveganna einu sinni í viku.
Getur þú nefnt einhverjar uppskriftir og hvaðan þær eru komar (úr bókum, af netinu t.d.)?
Baka stundum upp úr gamalli bók sem móðir mín fékk er hún fór að búa og ég erfði er ég hóf búskap (Lærið að baka. Helga Sigurðardóttir 1950) Annars eru uppskriftirnar héðan og þaðan.
Er búin til sulta, saft, marmelaði, konfekt, ís, kæfa/paté og fleira þess háttar? Hve lengi hefur þetta verið gert á heimilinu og í hvaða mæli? Hvaða uppskriftir eru notaðar? 
Ég sulta (annað hvert ár) úr krækiberjum, bláberjum, rifsberjum, sólberjum. Vildi gjarnan rækta sem flestar berjategundir í garðinum mínum og er með fyrir utan þetta hefðbundna bæði hindber og stikilsber sem vaxa mjög vel.
Tekur þú eða þínir slátur (blóðmör/lifrarpylsu) og ef svo er hve mörg? Á þetta sér lengri eða skemmri sögu á heimilinu? 
Tek slátur aðalega lifrapilsu (árlega) 30-40 stóra keppi og hef búið til kæfu (nokkrum sinni) og einnig sviðasutlu (nokkrum sinnum), súrsað hrútspunga (nokkrum sinnum)
Ræktar þú grænmeti (kartöflur, rófur, kál, rabbarbara t.d.)? Í hvaða mæli? Hvað hefur þetta tíðkast lengi á þínu heimili?
Rækta kartöflur, hef verið með kál og krydd inni sem úti. Ekki árlega en það koma tímabil þar sem ég hef aðstæður og tíma til þess.
Ferð þú eða einhver í fjölskyldunni á berjamó, í fjöruna eða tínir sveppi? Hvers vegna? 
Fer í berjamó annað hvert ár með börnunum eða ein. Fór gjarnan í fjöruna með börnin í leit að kuðungum, kröbbum, þara og fl. til skemmtunar og ánægju.
Eru saumuð föt heima hjá þér? Hvers konar föt og á hverja er saumað (t.d. börn)? Hve mikið er um þetta?  
Hvaða áhöld til fatasaums eða fataviðgerða eru á heimilinu (t.d. saumavél)? 
Hef átt saumavél frá 17 ára aldri, hafði áhuga á saumaskap, sauma ekki föt núorðið en geri við og bæti aðalega buxur og skipti um rennulása í úlpum og fl.
Prjónar þú eða einhver á heimilinu? Hvað er prjónað og á hverja? Er mikið/lítið um þetta? 
En ný tekin við að prjóna lopapeysur (4 stk. á 6 mánuðum) er nú að reyna fyrir mér með vettlinga úr lopa. Prjónaði fullorðins kjól um daginn.
Þekkir þú heimatilbúna (grímu)búninga, skraut, jólagjafir, jólakort og fleira þess háttar? Hve algengt er þetta og um hvað er helst að ræða? Gömul föt voru gjarnan notuð sem grímubúningar eitthvað keypti ég þó. Jólakort gerði ég gjarnan með börnunum er þau voru minni. 

Kannast þú við heimatilbúin leikföng? Hvaða leikföng og úr hvaða efnum? Eru búin til leikföng á þínu heimili? Aðalega vopn ýmiskonar, bogar og örvar, sverð og teygjubyssur sem drengirnir bjuggu til. Pappakassar höfðu mikið leikrænt gildi, bæði til að búa til hús og notað til að hengja alskonar rafmagnsdót utan á og leika rafvirkja. Ég bjó til margan kastalann með börnunum, máluðum og gerðum fanta flotta. Mikið notað og oftar en ekki flottara en það sem fékkst í búð. Ég bjó mér sjálf til brúðuhús fyrir barby í denn. Faðir minn smíðaði dúkkuhús af mikilli snilld fyrir systur mína sem ég fékk svo.
Hvað annað er búið til? Hef bakað piparkökuhús með börnunum frá 1990 frá grunni, kirkjur og hús. Skreytt og bætt með ýmsu lagi. Hefur skapast hefð um þetta hér á þessu heimili og jólin ekki komin fyrr en húsin eru komin upp. Baka lítið af jólkökum. 
Hafa heimastörf af framangreindu tagi einhverja efnahagslega þýðingu eða telur þú þau fremur til tómstundaiðju? Afar mikilvægt að börnin hafi leyfi, aðstöðu og aðstoð til að búa til það sem þau langar, eflir sköpun og þjálfar verkkunnáttu. Ekki endilega efnahagslega þýðingu. Hafði þá stefnu að gefa ekki vopn, tölvuleiki eða þvílíkt í afmælis- eða jólagjafir en þeir máttu búa þetta til úr hverju sem var jafnvel kexi. 
Finnst þér að störfin hafi uppeldis- eða þjóðfélagslegt gildi? Hvernig þá ef svo er? Börnin hafa fengið að nota þau verkfæri sem til eru miðað við getu.

Nýting 
Notar þú húsgögn eða tæki sem aðrir hafa átt áður? Hvað hluti er hér einkum um að ræða og hvaðan eru þeir fengnir (t.d. frá nytjamörkuðum eða skyldfólki)? Já mikil ósköp, ég hef þegið ýmiskonar húsgögn, bæði frá vinum og vandamönnum svo og á nytjamörkuðum jafnvel af haugunum. Öll almenn húsgögn er um að ræða, rafmagnstæki hef ég þó frekar keypt ný s.s. þvottavél og þurkara. Eldavél, uppþvottavél og viftu hef ég keypt af fólki e. auglýsingu fyrir lítið svo og wc og vask. Keypti rafmagnspíanó fyrir stuttu á lítinn pening og er það notað vel.
Ganga yngri börn í fötum af eldri systkinum? Er það algengt? Þykir niðurlægjandi að vera í fötum af öðrum, ættingjum eða vandalausum? Já þegar drengirnir voru minni þá fengum við gjarnan föt frá vinum og vandamönnum. Við bjuggum í sveit, okkur þótti ekki óþægilegt að fá föt af öðrum sem við þá notuðum til starfa. Betri föt keypti ég á okkur og börnin. Eftir 10-13 ára aldurinn er komið annað hljóð í stokkinn og þá vildu börnin ný föt og þótti miður að ganga í af öðrum. Fáum þó föt enn af og til og þá er það helst ég sem geng í af öðrum eða bý til nýtt úr gömlu.
Kemur fyrir að notuð föt séu gefin? Hverjum er gefið og af hvaða tilefni?  Í dag gef ég það sem er nothæft en sendi ekki frá mér léleg föt. Gef í rauðakrossinn og til þeirra sem ég veit að þyggja.
Er saumað upp úr gömlum fötum? Hve algengt er það? Gerði það en frekar til skemmtunar en annars.
Þekkist að brúðkaups- eða veisluföt séu fengin að láni eða tekin á leigu? Fengum leigð brúðarföt á eiginmanninn og börnin en lét sauma á mig mína eigin hugmynd af brúðarkjól.
Hve algengt er að nota gamlar skólabækur? En að selja eða skipta á þeim og öðrum námsbókum? Allt er nýtt sem nothæft er, klippi úr notuð blöð úr stílabókum. Skipti út og fæ aðrar notaðar.
Stundum fá gamlir hlutir nýtt hlutverk eða er breytt í eitthvað annað að hluta til eða alveg. Hvað getur þú sagt um þetta? Nefndu dæmi ef til eru. Sem stofudjásn, svo sem gömul rulla frá forfeðrum, sög frá afa mínum sem hann smíðaði sjálfur.
Ferð þú með dósir og flöskur í endurvinnslu, endurnýtir poka, krukkur, snjáð handklæði og boli (t.d. sem tuskur)? Segðu frá! Já mikil ósköp, allt er nýtt, fer með allt í endurvinnslu sem ég get. Börnin hafa tínt flöskur og það sem til fellur á heimilinu fá þeir og eignast afrakstur. Nýti krukkur til sutlugerðar og klippi niður handklæði. Geri þó ekki eins og móðir mín að nýta nærbuxur sem tuskur ha ha. Það vakti þó ætíð kátínu þegar nærbuxurnar voru notaðar sem tuskur og bremsufar varð úr. Pokar eru margnotaðir og að endingu notaðir til að tína upp hundaskít eftir tíkina okkar. Kaupi hins vegar litla nestispoka fyrir þann yngsta. Hann notar það til að fylla af vatni í leik og fleira á trambolíninu einn eða með vinum sínum.
Hvað getur þú sagt um samnýtingu á tækjum, samakstur eða sameiginleg kaup á dagblöðum og tímaritum? Í sveitinni var samnýting á tækjum hér áður fyrr, aðalega landbúnaðarvélum. Samakstur var einhver en ekki mikið um það í dag. Þar sem ég bý í dag í þéttbýli reyni ég að ganga það sem ég get en er orðin latari við það. Hef ekki burði í mikinn burð.
Reynir þú að spara rafmagn og hita? Með hvaða hætti? Hef það í huga sérstaklega nú orðið þar sem allt hefur hækkað mikið. En vil gjarnan hafa hýbýli mín upplýst og hlý. Þegar efnin voru minni sparaði ég með að fara frekar í sturtu en bað.
Hvaða máli skipta umhverfissjónarmið í sambandi við endurnýtingu eða að nota hlutina vel? Býrð þú t.d. til gróðurmold úr lífrænum úrgangi? Já sannarlega, er með moltukassa og bý til moltu hef gert það í mörg ár. Er með litla ruslatunnu ( til eru tvær heimilisstærðir) og passa að troða vel í tunnuna. Umhverfissjónarmið eru ofarlega í huga mér og hafa alltaf verið, einskonar vegferð í lífinu, Kenndi börnunum að láta vatnið ekki renna að óþörfu t.d. við tannburstun. Við eigum enn nóg vatn en hugmyndin verður að vera til staðar um sparnað á öllu þó við þurfum ekki að borga fyrir það.
Hversu vel er matur nýttur? Eru t.d. notaðir matar- eða brauðafgangar? Hvernig? Ferðu með nesti í vinnuna? Matur er oftast vel nýttur, en erum svo með tík og kött sem éta nánast allt. Brauðafgangar fara í ofninn ostur og fl. ofaná. Fór með afganga í vinnuna jafnvel ferðalög. Börnin fara með nesti flesta daga í skólann annars stutt að fara heim í mat.
Hver eru tengsl nýtni og þess að gera hlutina sjálfur við efnahag fólks að þínu mati? Hvað mig varðar hef ég innbyggðan sparnaðarvara, meðvitað og finn fyrir umbun og vellíðan ef ég get sparað og safnað. Öryggisþáttur í mínu lífi að eiga fyrir hlutunum og taka ekki áhættu. Berst talsvert á móti straumnum en guði sé lof fyrir kreppu........veit að ég má ekki segja þetta upphátt.....þá hafa börnin mín ekki eins auðveldan aðgang að lánum og lúxus og var fyrir 2007. Við erum 5 systkynin og höfum öll komist vel af. Upplifðum ekki skort af neinu tagi sem börn en upplifðum nýtni og sparnað, aga og reglu. Bý að því í dag.
Hvernig mundir þú segja að nýtni væri háttað á þínum vinnustað? Er frá vinnu.
Hvað finnst þér um útsjónarsemi og nýtni svona yfirleitt? Getur þetta gengið of langt eða of skammt? Nefndu dæmi ef til eru. Undanfarin ár hefur allt of lítið verið hugsað um þessi mál, þótti líklega ekki nógu fínt að endurnýta. Allt of lítið af þeirri hugmyndafræði á Íslandi, og oft byrjað á röngum enda. Tryggja þarf rétta móttöku t.d. fyrir úrgang, fráveita á Íslandi er ekki í góðum málum, reglugerðir til nýbygginga taka mið af tvöföldu fráveitukerfi (sápa+skolp og svo hreynt vatn frá rennum+hitaveituvatn) en viðtaka í götu er ábótavant svo og hreynsistöðvum. Brennsla á sorpi til húshitunar er eitt dæmi, þar sem hugmyndin er góð og nýting úrgangs er grunnurinn. Hins vegar er brennslunni ábótavant, hreynsibúnaður og annað óbótavant. 

Er þér kunnugt um viðgerðir og nýtni á öðrum heimilum og hvað búið er til þar? Segðu frá því sem þú veist um þetta efni. Veit svo sem ekki mikið um þetta hjá öðrum.


Kafli 1 af 4 - Viðgerðir og endurbætur

Er gert við fatnað? Hvaða fatnað? Hversu umfangsmiklar eru viðgerðirnar? Hve algengt er þetta? Hefur einhver á heimilinu kunnáttu sem nýtist við fataviðgerðir eða fatasaum og hvaðan er sú kunnátta komin? Hverju hefur hún skilað?
Í hvaða mæli er gert við reiðhjól eða bíla? Skiptir þú um dekk eða gerir við þau sjálf(ur)? Hve algengt er það?
Er dyttað að leikföngum, heimilistækjum og áhöldum? Hvað er hér helst um að ræða?

Kafli 2 af 4 - Búið til heima

Er bakað á þínu heimili? Hvaða brauð, kökur eða tertur eru helst bakaðar og úr hvaða mjöli eða korntegundum? Hvenær og af hvaða tilefni er helst bakað? Hve oft er bakað (t.d. einu sinni í viku)? Getur þú nefnt einhverjar uppskriftir og hvaðan þær eru komar (úr bókum, af netinu t.d.)?
Er búin til sulta, saft, marmelaði, konfekt, ís, kæfa/paté og fleira þess háttar? Hve lengi hefur þetta verið gert á heimilinu og í hvaða mæli? Hvaða uppskriftir eru notaðar?
Tekur þú eða þínir slátur (blóðmör/lifrarpylsu) og ef svo er hve mörg? Á þetta sér lengri eða skemmri sögu á heimilinu?

Kafli 3 af 4 - aadas

Er búin til sulta, saft, marmelaði, konfekt, ís, kæfa/paté og fleira þess háttar? Hve lengi hefur þetta verið gert á heimilinu og í hvaða mæli? Hvaða uppskriftir eru notaðar?
Tekur þú eða þínir slátur (blóðmör/lifrarpylsu) og ef svo er hve mörg? Á þetta sér lengri eða skemmri sögu á heimilinu?
Notar þú húsgögn eða tæki sem aðrir hafa átt áður? Hvað hluti er hér einkum um að ræða og hvaðan eru þeir fengnir (t.d. frá nytjamörkuðum eða skyldfólki)?

Kafli 4 af 4 - Nýting

Kemur fyrir að notuð föt séu gefin? Hverjum er gefið og af hvaða tilefni? Er saumað upp úr gömlum fötum? Hve algengt er það?

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 4 milljónir mynda, um 300 þúsund muni og tæpar 25 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 40 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.